13 farþeganna reyndust með Ómíkron-afbrigðið

Kórónuveiran Covid-19 | 28. nóvember 2021

13 farþeganna reyndust með Ómíkron-afbrigðið

13 farþegar sem komu til Amsterdam frá Suður-Afríku með tveimur flugvélum á föstudag hafa greinst með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. BBC greinir frá.

13 farþeganna reyndust með Ómíkron-afbrigðið

Kórónuveiran Covid-19 | 28. nóvember 2021

Schiphol-flugvöllurinn skammt frá borginni Amsterdam.
Schiphol-flugvöllurinn skammt frá borginni Amsterdam. AFP

13 farþegar sem komu til Amsterdam frá Suður-Afríku með tveimur flugvélum á föstudag hafa greinst með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. BBC greinir frá.

13 farþegar sem komu til Amsterdam frá Suður-Afríku með tveimur flugvélum á föstudag hafa greinst með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. BBC greinir frá.

Alls greindust 61 farþegi vélanna tveggja með veiruna og hefur nú komið í ljós eftir rannsókn að 13 þeirra séu með Ómíkron-afbrigðið. Tilkynnt var um fyrsta tilfelli afbrigðisins í Suður-Afríku á miðvikudag.

Farþegarnir sem greindust jákvæðir hafa sætt sóttkví á hóteli nærri Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

Aðgerðir hertar í Hollandi

Aðgerðir hafa verið hertar í Hollandi í ljósi metfjölda kórónuveirusmita og vegna áhyggna af þessu nýja afbrigði. Öllum viðburðahúsum, kaffihúsum, veitingastöðum og kvikmyndahúsum verður að loka klukkan fimm á daginn og einungis fjórir mega koma saman í heimahúsi.

Ómíkrón-afbrigðið hefur greinst í fleiri löndum Evrópu. Meðal annars í Þýskalandi, Bretlandi og á Ítalíu.

Fjöldi landa hefur nú bannað ferðalög til og frá Suður-Afríku og nágrannalöndum til að sporna við dreifingu afbrigðisins.

mbl.is