99,9% í höllinni heiðarlegt fólk

Bólusetningar við Covid-19 | 29. nóvember 2021

99,9% í höllinni heiðarlegt fólk

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir að rúmlega sjö þúsund hafi mætt í örvunarbólusetningu við Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Hún segir hægt að svindla á kerfinu en 99,9% fólks sé heiðarlegt fólk sem komi og þiggi bólusetningu.

99,9% í höllinni heiðarlegt fólk

Bólusetningar við Covid-19 | 29. nóvember 2021

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir að rúmlega sjö þúsund hafi mætt í örvunarbólusetningu við Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Hún segir hægt að svindla á kerfinu en 99,9% fólks sé heiðarlegt fólk sem komi og þiggi bólusetningu.

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir að rúmlega sjö þúsund hafi mætt í örvunarbólusetningu við Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Hún segir hægt að svindla á kerfinu en 99,9% fólks sé heiðarlegt fólk sem komi og þiggi bólusetningu.

„Ef það er einbeittur brotavilji þá er þetta hægt,“ segir Ragnheiður þegar hún er spurð að því hvort fólk mæti í boðaða bólusetningu og labbi í gegnum höllina án þess að verða sprautað, til að fá bólusetningapassa.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hún segist hafa fengið þessa spurningu áður og starfsfólk hafi farið yfir sitt verklag og rætt málin sín á milli. 

„Ef einhver labbar úr röðinni þá gefum við okkur að fólki, leiðbeinum og reynum að passa upp á þetta. Auðvitað væri þetta möguleiki með einbeittum brotavilja en allir eru að fylgjast vel með og gefa sig að þeim sem eru á annarri leið en á að vera.

Fréttir af nýju afbrigði hvetji til örvunar

Þriðja vika örvunarbólusetninga í Laugardalshöll fer af stað með svipaðri mætingu og tvær fyrstu en um 70% mæting var í dag. 

„Ég hef trú á því að það verði heldur betri mæting í þessari viku en verið hefur. Fólk er að kveikja á þessu og við erum í þessu átaki. Fjölmargir eru að koma sem fengu til að mynda boð í síðustu viku,“ segir Ragnheiður.

Hún telur enn fremur að fréttir af nýju veiruafbrigði verði frekar til þess að fólk mæti.

mbl.is