Magnús ætlar með kosningamálið fyrir MDE

Alþingiskosningar 2021 | 29. nóvember 2021

Magnús ætlar með kosningamálið fyrir MDE

Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata i í alþingiskosningunum, ætlar að fara með kosningamálið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi sem hann sendi á fjölmiðla.

Magnús ætlar með kosningamálið fyrir MDE

Alþingiskosningar 2021 | 29. nóvember 2021

Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.
Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Ljósmynd/Aðsend

Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata i í alþingiskosningunum, ætlar að fara með kosningamálið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi sem hann sendi á fjölmiðla.

Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata i í alþingiskosningunum, ætlar að fara með kosningamálið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi sem hann sendi á fjölmiðla.

Segist hann þar hafa falið Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands og eiganda á lögmannsstofunni Rétti, að gæta réttinda sinna.

Rifjar Magnús upp hann hafi lagt fram kæru til Alþingis í kjölfar kosninganna þar sem hann krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi með vísan í framkvæmd talningar. Taldi hann annmarkana til þess fallna að draga úr trúverðugleika talningarinnar, hvort sem litið sé til þeirrar fyrri eða síðari.

„Kjarni málsins er sá að fyrir lágu tvær talningar í meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós. Vilji kjósenda lá engan veginn fyrir enda breyttust niðurstöður á milli talninga sem leiddu til breyttrar samsetningar þingsins.  Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi mætti sannreyna hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna,“ segir í tilkynningu hans.

mbl.is