Ræða hertari aðgerðir í Þýskalandi

Kórónuveiran Covid-19 | 29. nóvember 2021

Ræða hertari aðgerðir í Þýskalandi

Fundað verður um stöðu sóttvarna í Þýskalandi á morgun en smittíðni náði þar nýjum hæðum í dag þegar nýgengi smita síðustu sjö daga mældist í 452,4 á hverja 100 þúsund íbúa.

Ræða hertari aðgerðir í Þýskalandi

Kórónuveiran Covid-19 | 29. nóvember 2021

Angela Merkel ræðir við leiðtoga ríkjanna 16 um samrýmingu sóttvarnaaðgerða …
Angela Merkel ræðir við leiðtoga ríkjanna 16 um samrýmingu sóttvarnaaðgerða á morgun. AFP

Fundað verður um stöðu sóttvarna í Þýskalandi á morgun en smittíðni náði þar nýjum hæðum í dag þegar nýgengi smita síðustu sjö daga mældist í 452,4 á hverja 100 þúsund íbúa.

Fundað verður um stöðu sóttvarna í Þýskalandi á morgun en smittíðni náði þar nýjum hæðum í dag þegar nýgengi smita síðustu sjö daga mældist í 452,4 á hverja 100 þúsund íbúa.

Þýskaland samanstendur af 16 sambandsríkjum og fer hvert ríki fyrir sig með töluvert vald yfir því hvaða sóttvarnaaðgerðir eru við lýði að hverju sinni. Hafa því sóttvarnaráðstafanir ekki verið samræmdar fyrir allt landið í gegnum faraldurinn og eru reglur milli ríkja afar misjafnar núna.

Í þeim ríkjum sem faraldurinn hefur náð hvað mestu flugi hefur jólamörkuðum og öðrum viðburðum verið aflýst. Til samanburðar fór fram fótboltaleikur í Cologne um helgina þar sem 50 þúsund áhorfendur söfnuðust saman á áhorfendapöllum til að hvetja sitt lið áfram.

Funda um samræmdar aðgerðir

Á morgun munu Angela Merkel kanslari Þýskalands og arftaki hennar Olaf Scholz ræða við leiðtoga 16 ríkjanna. Þykir líklegt að þar verði rætt um möguleika á samræmdum aðgerðum og hvernig sé hægt að útfæra þær.

Mikil óánægja hefur verið uppi með núverandi fyrirkomulag þar sem ekki þykir við hæfi að sóttvarnaráðstafanir milli ríkja séu jafn ósamræmdar og raun ber vitni.

Talsmaður Merkel hefur sagt að erfitt sé að skilja hvernig hægt var að leyfa 50 þúsund gestum að safnast saman á fótboltaleik á tímum þegar önnur ríki geta ekki haldið jólamarkaði.

þá hefur Horst Seehofer innanríkisráðherra Þýskalands einnig gagnrýnt ósamræmið.

mbl.is