Eftirlit skortir með bólusetningum barna

Kórónuveiran Covid-19 | 30. nóvember 2021

Eftirlit skortir með bólusetningum barna

Samþykki foreldra á að liggja fyrir þegar börn á skólaaldri eru bólusett við kórónuveirunni, samkvæmt fyrirmælum frá embætti landlæknis. Lítið sem ekkert eftirlit er þó haft með því í framkvæmd.

Eftirlit skortir með bólusetningum barna

Kórónuveiran Covid-19 | 30. nóvember 2021

Börn á aldrinum 12-15 ára voru bólusett við kórónuveirunni í …
Börn á aldrinum 12-15 ára voru bólusett við kórónuveirunni í ágúst og september. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samþykki foreldra á að liggja fyrir þegar börn á skólaaldri eru bólusett við kórónuveirunni, samkvæmt fyrirmælum frá embætti landlæknis. Lítið sem ekkert eftirlit er þó haft með því í framkvæmd.

Samþykki foreldra á að liggja fyrir þegar börn á skólaaldri eru bólusett við kórónuveirunni, samkvæmt fyrirmælum frá embætti landlæknis. Lítið sem ekkert eftirlit er þó haft með því í framkvæmd.

Vakti það furðu nokkurra foreldra, sem fylgdu börnum sínum í bólusetningu við veirunni í ágúst og september síðastliðnum, hve lítið var fylgst með þessu atriði.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sama verklag í ung- og smábarnavernd

„Við erum ekkert að biðja fólk um skilríki eða neitt slíkt, því það er ekkert svigrúm til þess,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, innt viðbragða.

„Við gerum það svo sem ekki heldur þegar börn eru að koma til okkar í ung- og smábarnavernd í sprautu. Þannig þetta er sama verklag og er þar,“ bætir hún við.

Heilsugæslurnar hafi þó sent þau skilaboð út til foreldra að ef þeir sæju sér ekki fært að fylgja börnum sínum í bólusetningu gætu þeir veitt skriflegt samþykki fyrir því að annað skyldmenni barnanna, t.d. afi, amma eða eldra systkini fengi að fylgja þeim, að sögn Ragnheiðar.

Spurð segir hún ekki fyrirhugað að bæta eftirlit með þessu ef og þegar það verður farið í að bólusetja börn á aldrinum 5-11 ára.

„Við höfum ekki haft neinar ástæður til að ætla að fólk hafi einhvern skrítinn vilja eða viðhafa einhverskonar brot á þessu. Við treystum svolítið á heiðarleika fólks í þessum efnum.“

Heilsugæslan ekki milliliður í forræðisdeilum

Þá hafa aðrir velt því fyrir sér hvernig þær aðstæður séu tæklaðar þegar fráskilnir foreldrar, sem deila forræði yfir börnum sínum, eru ósammála um að láta bólusetja börn sín. 

Spurð segir Ragnheiður foreldra í þeirri stöðu þurfa að útkljá þær deilur sín á milli áður en það mætir með börnin í bólusetningu.

„Það verður bara að vera þannig. Við getum ekki tekið á okkur að vera einhver milliliður í slíkum deilum. Ef foreldri kemur með barn í bólusetningu til okkar í óþökk hins foreldrisins er það á ábyrgð foreldrisins sem mætir með barnið að útskýra það fyrir hinu foreldrinu. Það er ekki okkar.“

mbl.is