Grunur um Ómíkron í Færeyjum

Kórónuveiran Covid-19 | 30. nóvember 2021

Grunur um Ómíkron í Færeyjum

73 greindust með kórónaveiruna í gær í Færeyjum. Í fjórum tilfellum leikur grunur á að um hið nýja Ómíkron-afbrigði sé að ræða. Þetta kemur fram í frétt KVF.

Grunur um Ómíkron í Færeyjum

Kórónuveiran Covid-19 | 30. nóvember 2021

Í Fuglafirði í Færeyjum.
Í Fuglafirði í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

73 greindust með kórónaveiruna í gær í Færeyjum. Í fjórum tilfellum leikur grunur á að um hið nýja Ómíkron-afbrigði sé að ræða. Þetta kemur fram í frétt KVF.

73 greindust með kórónaveiruna í gær í Færeyjum. Í fjórum tilfellum leikur grunur á að um hið nýja Ómíkron-afbrigði sé að ræða. Þetta kemur fram í frétt KVF.

Færeyska matvæla- og dýralæknastofnunin (Heilsufrøðiliga Starvsstovan) mun rannsaka hvort að afbrigðið sé í raun og veru komið til Færeyja.

Þeir sem hafa umgengist þau fjögur sem grunað er að hafi smitast af afbrigðinu eru nú tímabundið í sóttkví.

Ómíkron ekki greinst á Íslandi

Enn hefur ekkert tilfelli Ómíkron-afbrigðisins greinst á Íslandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í dag að erfitt yrði að koma í veg fyrir að afbrigðið bærist til landsins.

Þá sagði hann einnig að afbrigðið væri komið víðar en menn halda og benti á að hann vissi af tilfellum sem greinst hafa í Skotlandi, sem ekki hafa tengsl við útlönd.

mbl.is