Hertar aðgerðir geti verið til góðs

Kórónuveiran Covid-19 | 30. nóvember 2021

Hertar aðgerðir geti verið til góðs

Íslensk kona búsett í Danmörku segir að hún sé róleg yfir hertum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í landinu eða „nýjum veruleika“ eins og komist var að orði í dönskum fjölmiðlum í gær. Samfélagið er ekki lengur sóttvarnalaust en nú er víða grímuskylda og fólk þarf að framvísa kórónupassa.

Hertar aðgerðir geti verið til góðs

Kórónuveiran Covid-19 | 30. nóvember 2021

Grímuskylda er á heilbrigðisstofnunum, skólum, almenningssamgöngum verslunum og hárgreiðslustofum.
Grímuskylda er á heilbrigðisstofnunum, skólum, almenningssamgöngum verslunum og hárgreiðslustofum. AFP

Íslensk kona búsett í Danmörku segir að hún sé róleg yfir hertum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í landinu eða „nýjum veruleika“ eins og komist var að orði í dönskum fjölmiðlum í gær. Samfélagið er ekki lengur sóttvarnalaust en nú er víða grímuskylda og fólk þarf að framvísa kórónupassa.

Íslensk kona búsett í Danmörku segir að hún sé róleg yfir hertum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í landinu eða „nýjum veruleika“ eins og komist var að orði í dönskum fjölmiðlum í gær. Samfélagið er ekki lengur sóttvarnalaust en nú er víða grímuskylda og fólk þarf að framvísa kórónupassa.

Grímuskylda er á heilbrigðisstofnunum, almenningssamgöngum og á hárgreiðslustofum. Auk þess þurfa íbúar Danmerkur að geta framvísað kórónupassa, vottorði um bólusetningu, fyrri sýkingu, neikvæðu hraðprófi eða PCR-prófi, við ýmsar aðstæður; til að mynda í framhalds- og háskólum og einhverjum vinnustöðum.

Sjálfsagt að fara fram á þetta

„Mér finnst meira en sjálfsagt að farið sé fram á þetta og þó það væri meira, miðað við smittölurnar sem við erum að sjá,“ segir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir við mbl.is. Dagleg smit í Danmörku hafa verið fleiri en þrjú þúsund undanfarnar vikur en í gær voru þau 4.326, samkvæmt opinberum tölum.

Hún segir að skimunarstöðum hafi fjölgað í Kaupmannahöfn undanfarið auk þess sem boðið verði upp á bólusetningar án tímapöntunar frá 2. desember. 

Bólusett í Kaupmannahöfn.
Bólusett í Kaupmannahöfn. AFP

Virðast ætla að treysta á passann

„Það hefur verið mjög erfitt að fá tíma í bólusetningar upp á síðkastið og biðtími yfirleitt þrjár til fjórar vikur, hið minnsta,“ segir Þorgerður. Hún bætir við að aðgerðirnar séu jákvæðar ef bólusettum fjölgar og auðveldara sé að skima fólk.

„Grímuskylda hefur svo verið tekin upp aftur að einhverju leyti en ekkert á við það sem var áður, en þeir virðast ætla að treysta á passann. Það er einungis grímuskylda í almenningssamgöngum, í verslunum og á heilbrigðisstofnunum, en til dæmis engin á veitingahúsum, enda myndi fólk hvort sem er taka grímuna af þegar sest væri niður,“ segir Þorgerður sem kvartar lítið yfir því að þurfa að skella grímunni upp í nokkrar mínútur á dag ef það skilar árangri í baráttu við veiruna skæðu.

mbl.is