Sjálfstæðisflokkur sýni landsbyggð lítilsvirðingu

Alþingiskosningar 2021 | 30. nóvember 2021

Sjálfstæðisflokkur sýni landsbyggð lítilsvirðingu

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn sýna landsbyggðinni lítilsvirðingu með vali sínu á ráðherrum í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Sjálfstæðisflokkur sýni landsbyggð lítilsvirðingu

Alþingiskosningar 2021 | 30. nóvember 2021

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn sýna landsbyggðinni lítilsvirðingu með vali sínu á ráðherrum í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn sýna landsbyggðinni lítilsvirðingu með vali sínu á ráðherrum í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Hann bendir á að Framsókn hafi tekið forystuna af Sjálfstæðisflokknum í tveimur af þremur landsbyggðarkjördæmum og litlu hafi munað á því þriðja.

„Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við? Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir í færslu Páls.

Hann segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið þar sem í þriðju ríkisstjórninni í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tekur þátt í að mynda sé oddviti Suðurkjördæmis ekki gerður að ráðherra. 

„Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“

Færslu Páls má lesa hér:



mbl.is