Metfjöldi smita í Suður-Kóreu

Kórónuveiran COVID-19 | 1. desember 2021

Metfjöldi smita í Suður-Kóreu

Um 5.123 ný kórónuveirusmit greindust í Suður-Kóreu í gær. Er þetta mesti fjöldi smita sem greinst hefur í landinu á einum sólarhring frá upphafi faraldursins.

Metfjöldi smita í Suður-Kóreu

Kórónuveiran COVID-19 | 1. desember 2021

Langar raðir hafa myndast eftir skimun við kórónuveirunni í höfuðborginni …
Langar raðir hafa myndast eftir skimun við kórónuveirunni í höfuðborginni Seúl. AFP

Um 5.123 ný kórónuveirusmit greindust í Suður-Kóreu í gær. Er þetta mesti fjöldi smita sem greinst hefur í landinu á einum sólarhring frá upphafi faraldursins.

Um 5.123 ný kórónuveirusmit greindust í Suður-Kóreu í gær. Er þetta mesti fjöldi smita sem greinst hefur í landinu á einum sólarhring frá upphafi faraldursins.

Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Suður-Kóreu greindust 5.075 smitanna innanlands, þar af 4.110 í höfuðborginni Seúl.

Þá voru 34 sem létust af völdum veirunnar í landinu í gær og er heildarfjöldi þeirra sem látist hafa af veirunni í Suður-Kóreu því orðinn 3.658. Um 723 smitaðra einstaklinga í landinu eru talnir vera í lífshættu, að því er CNN greinir frá.

Frá upphafi faraldursins hafa um 452.350 tilfelli af kórónuveirunni greinst í landinu.

Frá og með deginum í dag hafa 82,9% íbúa í Suður-Kóreu fengið að minnsta kosti einn bóluefnaskammt við veirunni og 79,9% verið fullbólusettir.

Heilbrigðisyfirvöld í landinu hafa nú til rannsóknar minnst tvö tilvik þar sem grunur er um að einstaklingar hafi smitast af hinu nýja afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron. Niðurstöður úr þeim rannsóknum munu liggja fyrir í dag.

mbl.is