Á áttræðisaldri með Ómíkron-afbrigðið

Kórónuveiran Covid-19 | 2. desember 2021

Á áttræðisaldri með Ómíkron-afbrigðið

Karlmaðurinn sem ligg­ur í ein­angr­un á Land­spít­al­an­um með Ómíkron-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar er á áttræðisaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala.

Á áttræðisaldri með Ómíkron-afbrigðið

Kórónuveiran Covid-19 | 2. desember 2021

Karlmaður á áttræðisaldri liggur nú inni á smitsjúkdómadeild Landspítalans með …
Karlmaður á áttræðisaldri liggur nú inni á smitsjúkdómadeild Landspítalans með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Karlmaðurinn sem ligg­ur í ein­angr­un á Land­spít­al­an­um með Ómíkron-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar er á áttræðisaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala.

Karlmaðurinn sem ligg­ur í ein­angr­un á Land­spít­al­an­um með Ómíkron-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar er á áttræðisaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala.

Maðurinn var lagður inn á Landspítala eftir að hafa greinst með COVID á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Síðdegis í gær kom í ljós að um SARS-CoV2 eða Ómíkron afbrigði veirunnar var að ræða. Uppruni smitsins er ekki ljós en rakningarteymi Almannavarna hefur rakið smitið og eru fleiri sýni í vinnslu. Viðkomandi sjúklingur er fullbólusettur og hefur fengið örvunarskammt, að því er greint frá í tilkynningunni.

Fjórir á gjörgæslu og þrír í öndunarvél

Í dag liggja 22 sjúklingar á Landspítala með COVID. 17 eru með virkt smit og í einangrun en 5 eru útskrifaðir á aðrar deildir. Fjórir einstaklingar eru á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél.

1.616 eru í símaeftirliti á Birkiborg, þar af 525 börn. Á gulu eru 135 einstaklingar – enginn á rauðu. Í gær komu 11 einstaklingar til mats og meðferðar á göngudeildinni og þrír lögðust inn.

Þá er Geðhæfingardeildin á Kleppi laus úr sóttkví. Ekki greindust fleiri smit en þar hafði einn sjúklingur og einn starfsmaður smitast af veirunni.

mbl.is