Fullbólusettur smitaður af Ómíkron-afbrigðinu

Kórónuveiran Covid-19 | 2. desember 2021

Fullbólusettur smitaður af Ómíkron-afbrigðinu

Fullorðinn karlmaður sem liggur í einangrun á Landspítalanum með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er fullbólusettur og hefur einnig fengið örvunarskammt. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, í samtali við mbl.is

Fullbólusettur smitaður af Ómíkron-afbrigðinu

Kórónuveiran Covid-19 | 2. desember 2021

Einstaklingurinn er á sérstakri einangrunarstofu á sóttvarnardeildinni.
Einstaklingurinn er á sérstakri einangrunarstofu á sóttvarnardeildinni. Ljósmynd/Landspítalinn

Fullorðinn karlmaður sem liggur í einangrun á Landspítalanum með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er fullbólusettur og hefur einnig fengið örvunarskammt. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, í samtali við mbl.is

Fullorðinn karlmaður sem liggur í einangrun á Landspítalanum með Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er fullbólusettur og hefur einnig fengið örvunarskammt. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, í samtali við mbl.is

Einstaklingurinn sem um ræðir er ekki nýkominn frá útlöndum og ekki hafa verið auðkennd nein tengsl við útlönd. Hann hefur því smitast hér á landi.

Viðkomandi var ekki í sóttkví við greiningu en lagðist inn á sjúkrahús vegna covid-einkenna og var í kjölfarið greindur með covid-19. Allar líkur eru á að Ómíkron-afbrigðið sé því að finna úti í samfélaginu og hafi fengið að grassera þar í einhvern tíma.

„Það er eitthvað annað smit úti í samfélaginu. Hvort við föngum það síðan, það veit ég ekkert um.“

Smitrakning er í gangi en Már segir að miðað við reynsluna erlendis frá megi búast við að Ómíkron-afbrigðið dreifi sér hraðar. Það sé því viðbúið að smitum fjölgi hér á landi.

Að sögn Más er aukinn viðbúnaður er vegna þessa tiltekna smits og er einstaklingurinn í sérstakri einangrun á sóttvarnardeildinni. „Það er þannig hjá okkur að við erum með þessa sóttvarnardeild sem er á bakvið tvöfaldar dyr og svo er hann inni á einangrunarstofu inni í því,“ útskýrir Már, en viðkomandi er ekki mikið veikur.

mbl.is