Grunur um fleiri Ómíkron-smit

Kórónuveiran COVID-19 | 2. desember 2021

Grunur um fleiri Ómíkron-smit

Grunur er um fleiri kórónuveirusmit af Ómíkron-afbrigði í tengslum við smitið sem greindist hjá sjúklingi á Landspítala í gær. Viðkomandi hafði dvalið á sjúkrastofnun utan höfuðborgarsvæðisins áður en hann var lagður inn á Landspítala og er nú til skoðunar hvort fara þurfi í einhverjar sérstakar sóttvarnaaðgerðir á þeirri stofnun. Sóttvarnalæknir biður fólk um að örvænta ekki en halda uppi sterkum sóttvörnum. 

Grunur um fleiri Ómíkron-smit

Kórónuveiran COVID-19 | 2. desember 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grunur er um fleiri kórónuveirusmit af Ómíkron-afbrigði í tengslum við smitið sem greindist hjá sjúklingi á Landspítala í gær. Viðkomandi hafði dvalið á sjúkrastofnun utan höfuðborgarsvæðisins áður en hann var lagður inn á Landspítala og er nú til skoðunar hvort fara þurfi í einhverjar sérstakar sóttvarnaaðgerðir á þeirri stofnun. Sóttvarnalæknir biður fólk um að örvænta ekki en halda uppi sterkum sóttvörnum. 

Grunur er um fleiri kórónuveirusmit af Ómíkron-afbrigði í tengslum við smitið sem greindist hjá sjúklingi á Landspítala í gær. Viðkomandi hafði dvalið á sjúkrastofnun utan höfuðborgarsvæðisins áður en hann var lagður inn á Landspítala og er nú til skoðunar hvort fara þurfi í einhverjar sérstakar sóttvarnaaðgerðir á þeirri stofnun. Sóttvarnalæknir biður fólk um að örvænta ekki en halda uppi sterkum sóttvörnum. 

„Ég geri fastlega ráð fyrir því og held að það sé nánast öruggt. Við vitum náttúrulega ekki hversu víða það leynist en þetta er náttúrulega komið hingað eins og alls staðar annars staðar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður um það hvort útlit sé fyrir að fleiri smit af Ómíkron-afbrigði séu í samfélaginu. 

Er grunur um fleiri tilvik smita af ómíkron afbrigði?

„Já, það eru nokkrir einstaklingar í kringum þann sem greindist í gær sem eru til skoðunar. Ég býst alveg við því að það séu fleiri sem muni greinast,“ segir Þórólfur.

„Það er bara verið að skoða það nánar í hans nánasta umhverfi. Við munum fá upplýsingar um það fljótlega.“

Sama nálgun og á önnur afbrigði

Þórólfur segir að aðeins víðtækari skimun hafi verið framkvæmd í gegnum þetta Ómíkron-tilvik en almennt er gert. 

„Annars notum við bara sömu nálgun. Við nálgumst þetta afbrigði eins og önnur afbrigði. Það er mjög mikilvægt að allir haldi ró sinni með þetta afbrigði og haldi áfram að beita þeim einstaklingsbundnu sóttvarnaráðstöfunum sem allir eiga að kunna, virða eins metra regluna, nota grímur, forðast stóra hópa og svo framvegis. Eins er mikilvægt almennt séð að fólk sem finnur fyrir einkennum fari í sýnatöku, PCR-próf, ekki hraðpróf, sérstaklega ef fólk er í einhverjum tengslum við fólk með staðfest smit.“

Þórólfur bendir á að enn sem komið er hafi enginn hafi veikst alvarlega með Ómíkron-smiti. Maðurinn sem er á spítala hérlendis með það er ekki alvarlega veikur og bendir Þórólfur á að almennt séð geti fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 jafnvel þó það sé ekki alvarlega veikt af Covid-19 heldur fremur vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Virknin af þriðja skammtinum 90% meiri

„Það eru nokkuð margir sem hafa greinst fullbólusettir. Það vekur þá spurningar um það hversu vel bóluefnin duga. Það er ekki ljóst á þessari stundu,“ segir Þórólfur sem tekur þó fram að örvunarskammtur, sem nú er í boði fyrir alla eftir tiltekinn tíma eftir seinni skammt, virki mjög vel gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar sem enn er ráðandi í smitum hérlendis.

„Thor Aspelund og þau í Háskólanum eru búin að reikna það út að virknin af þriðja skammtinum er 90% umfram annan skammtinn þannig að það er til mjög mikils að vinna að fólk mæti í örvunarskammtinn,“ segir Þórólfur. 

„Svo á bara eftir að koma í ljós hver virknin verður gegn þessu Ómíkrón-afbrigði.“

Sá sem greindist í gær var fullbólusettur og hafði fengið örvunarskammt. Aðspurður segir Þórólfur samt sem áður mikilvægt að fólk fari í örvunarbólusetningu.

„Það er mjög mikilvægt vegna þess að nánast öll tilvik sem við erum að greina hér eru Delta-afbrigðið. Við erum búin að sýna fram á bæði hérlendis og erlendis að þriðji skammturinn er tíu til ellefu sinnum betri í að koma í veg fyrir smit en annar skammturinn.“

mbl.is