Óbólusettum meinaður aðgangur að almenningsrýmum

Kórónuveiran Covid-19 | 2. desember 2021

Óbólusettum meinaður aðgangur að almenningsrýmum

Í Þýskalandi verður óbólusettum að miklu leyti meinaður aðgangur að almenningsrýmum, viðburðum og verslunum. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, eftir fund með fylkisstjórum í landinu í dag.

Óbólusettum meinaður aðgangur að almenningsrýmum

Kórónuveiran Covid-19 | 2. desember 2021

Merkel segir mikilvægt að grípa til hertari aðgerða.
Merkel segir mikilvægt að grípa til hertari aðgerða. AFP

Í Þýskalandi verður óbólusettum að miklu leyti meinaður aðgangur að almenningsrýmum, viðburðum og verslunum. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, eftir fund með fylkisstjórum í landinu í dag.

Í Þýskalandi verður óbólusettum að miklu leyti meinaður aðgangur að almenningsrýmum, viðburðum og verslunum. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, eftir fund með fylkisstjórum í landinu í dag.

„Menningarviðburðir og tómstundastarf verður aðeins opið þeim sem hafa látið bólusetja sig eða geta sýnt fram á að hafa fengið covid,“ sagði Merkel, en sama regla mun gilda í verslunum, öðrum en þeim sem selja nauðsynjavörur. „Okkar skilningur er sá að staðan sé mjög alvarleg og við þurfum grípa til frekari aðgerða en nú þegar hefur verið gripið til.“

Merkel sagði jafnframt að bólusetningarskylda gæti orðið að veruleika í febrúar á næsta ári, en þingið á eftir að taka málið til meðferðar.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi í gær að sambandið yrði að íhuga það koma á bólusetningarskyldu til að sporna við útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Nú þegar hafa yfirvöld í Austurríki tilkynnt að frá og með 1. febrúar næstkomandi verði bólusetningarskylda í landinu og Grikkir hafa ákveðið að sekt alla 60 ára og eldri sem ekki láta bólusetja sig.

mbl.is