1,2 milljónir þjást af eftirköstum covid-19 í Bretlandi

Kórónuveiran Covid-19 | 3. desember 2021

1,2 milljónir þjást af eftirköstum covid-19 í Bretlandi

Talið er að um 1,2 milljónir einstaklinga í Bretlandi þjáist af langvarandi eftirköstum af Covid-19, samkvæmt gögnum Hagstofu þar í landi. Um þriðjungur þessa hóps fékk Covid-19 eða telur sig hafa fengið Covid-19 fyrir að minnsta kosti ári síðan. Einkennin hafa því verið viðvarandi í langan tíma.

1,2 milljónir þjást af eftirköstum covid-19 í Bretlandi

Kórónuveiran Covid-19 | 3. desember 2021

Þreyta er eitt helsta einkennið sem fólk finnur fyrir.
Þreyta er eitt helsta einkennið sem fólk finnur fyrir. Ljósmynd/Colourbox

Talið er að um 1,2 milljónir einstaklinga í Bretlandi þjáist af langvarandi eftirköstum af Covid-19, samkvæmt gögnum Hagstofu þar í landi. Um þriðjungur þessa hóps fékk Covid-19 eða telur sig hafa fengið Covid-19 fyrir að minnsta kosti ári síðan. Einkennin hafa því verið viðvarandi í langan tíma.

Talið er að um 1,2 milljónir einstaklinga í Bretlandi þjáist af langvarandi eftirköstum af Covid-19, samkvæmt gögnum Hagstofu þar í landi. Um þriðjungur þessa hóps fékk Covid-19 eða telur sig hafa fengið Covid-19 fyrir að minnsta kosti ári síðan. Einkennin hafa því verið viðvarandi í langan tíma.

Þeim sem upplifa slík eftirköst hefur fjölgað frá því í júní sumar þegar um 945 þúsund einstaklingar þjáðust af viðvarandi einkennum. Þá hefur ungu fólki með viðvarandi einkenni fjölgað töluvert.

Mikil þreyta er eitt helsta einkennið, en um 54 prósent upplifa hana. Um 36 prósent upplifa andþyngsli og svipaður hópur hefur skert lyktarskyn. Um 28 prósent tala um einbeitingarskort.

Ýmsar kenningar um hvað veldur

Ekki er vitað með vissu hvað veldur því að sumir upplifa eftirköst af sjúkdómnum á meðan aðrir ná sér tiltölulega fljótt. Einn möguleikinn er sá að ónæmiskerfi sjúklinga ráðist ekki bara gegn veirunni í líkamanum heldur einnig á þeirra eigin vefi. Slíkt getur gerst hjá fólki sem sýnir sterk ónæmisviðbrögð.

Önnur kenning er sú að hluti af veirunni sitji áfram í líkamanum og sé í hálfgerðum dvala, en vakni svo aftur til lífsins. Slíkt getur gerst með til dæmis Herpes-veiruna og Epstein Barr.

Mestar líkur eru þó á því að það sé einfaldlega einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við sýkingunni og að ýmislegt annað geti verð í gangi í líkamanum sem valdi því að einkennin verði viðvarandi.

Viðvarandi einkenni covid-19

mbl.is