„Eiginlega besta vikan“ í örvunarbólusetningu

Bólusetningar við Covid-19 | 3. desember 2021

„Eiginlega besta vikan“ í örvunarbólusetningu

Góð mæting var í örvunarbólusetningu í Laugardalshöll í vikunni, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Eiginlega besta vikan“ í örvunarbólusetningu

Bólusetningar við Covid-19 | 3. desember 2021

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Góð mæting var í örvunarbólusetningu í Laugardalshöll í vikunni, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Góð mæting var í örvunarbólusetningu í Laugardalshöll í vikunni, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Við vorum ánægð með þessa viku, þetta var eiginlega besta vikan,“ sagði Ragnheiður í samtali við mbl.is.

Yfir 7.000 manns mættu á mánudag, yfir 8.000 á þriðjudag og yfir 5.000 á miðvikudag. Þá var opið hús í örvunarbólusetningu í gær og mættu þá 1.000 manns. 

Er ekki erfitt að áætla mætingu?

„Jú, þess vegna sitjum við hérna til hliðar og blöndum bara jafnóðum,“ sagði Ragnheiður sem var stödd í Laugardalshöll þegar mbl.is náði tali af henni. „Mér sýnist mætingin í dag líka vera góð.“

Allt að hafast

Til að byrja með var mæting í örvunarbólusetningu ekki eins góð og heilbrigðisyfirvöld höfðu vonast eftir en Ragnheiður segist telja að mæting hafi aukist. Því megi líklega þakka hve vel örvunarbólusetningarátakið hafi verið auglýst. Þá er sömuleiðis farið að síga á seinni hlutann í því. „Það er ein vika eftir, sem er þá næsta vika þannig að þetta er allt að hafast.“

10.000 verða boðuð í örvunarbólusetningu á mánudag og eitthvað færri á þriðjudag enda er búið að boða flestalla sem á að boða í desember. Á miðvikudag verður svo opið hús. 

Aðspurð segir Ragnheiður að einn og einn óbólusettur mæti í Höllina til þess að fá sína fyrstu sprautu. „Það alveg frábært,“ segir Ragnheiður. 

Eins og greint var frá í morgun er karlmönnum undir fertugu ráðlagt að fá heldur bóluefni Pfizer en bóluefni Moderna vegna hættu, sem þó er afar lítil, á gollurhús- og hjartavöðvabólgu. 

„Það er algengast hjá körlum undir fertugu, þó svo að þetta sé mjög sjaldgæft,“ segir Ragnheiður. 

Munu leitast eftir samstarfi við skólana

Lyfjastofnun Evrópu samþykkti í lok síðasta mánaðar bóluefni fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Ragnheiður segir að farið verði í slíka bólusetningu hérlendis þegar sóttvarnalæknir segir til.

„Við höfum verið með vinnuhóp í gangi sem hefur skoðað hvernig við getum framkvæmt þetta. Niðurstaða þess vinnuhóps er að við munum leitast eftir samstarfi við skólana,“ segir Ragnheiður. 

Þá er hugmyndin sú að bólusett verði einn dag í hverjum skóla fyrir sig en þetta á eftir að ræða við skólasamfélagið. 

„Þau hafa stutt okkur hingað til og við munum örugglega eiga gott samstarf við skólasamfélagið áfram,“ segir Ragnheiður.

mbl.is