Vita ekki hvað uppstokkunin mun kosta

Alþingiskosningar 2021 | 3. desember 2021

Vita ekki hvað uppstokkunin mun kosta

Enn er margt óljóst er varðar fyrirhugaðar breytingar innan Stjórnarráðsins en áætlaður kostnaður vegna uppstokkunar ráðuneyta liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þá er heldur ekki búið að ákveða hvernig húsnæðismálum verði háttað né starfsmannamálum.

Vita ekki hvað uppstokkunin mun kosta

Alþingiskosningar 2021 | 3. desember 2021

Kostnaður við uppstokkun ráðuneyta liggur ekki fyrir.
Kostnaður við uppstokkun ráðuneyta liggur ekki fyrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er margt óljóst er varðar fyrirhugaðar breytingar innan Stjórnarráðsins en áætlaður kostnaður vegna uppstokkunar ráðuneyta liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þá er heldur ekki búið að ákveða hvernig húsnæðismálum verði háttað né starfsmannamálum.

Enn er margt óljóst er varðar fyrirhugaðar breytingar innan Stjórnarráðsins en áætlaður kostnaður vegna uppstokkunar ráðuneyta liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þá er heldur ekki búið að ákveða hvernig húsnæðismálum verði háttað né starfsmannamálum.

Þetta kemur fram í skriflegu svari upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.

Ný ríkisstjórn leit dagsins ljós síðustu helgi ásamt því að nýir ráðherrar voru kynntir til leiks. Vakti þá mikla athygli að fyrirhugað er að leggjast í umfangsmiklar breytingar á fyrirkomulagi ráðuneytanna, með tilheyrandi tilfærslum á málaflokkum og stöðugildum.

Verður verkefnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að mynda deilt milli þriggja ráðuneyta, þar á meðal vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti sem verður nýtt ráðuneyti undir stjórn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 

Leggja mat á hvaða stöðugildi flytjast

Óvissa ríkir nú meðal starfsmanna Stjórnarráðsins í ljósi uppstokkunarinnar en stór hluti þeirra veit ekki innan hvaða ráðuneytis það mun starfa. Þá hafa lítil sem engin svör borist við fyrirspurnum þeirra.

Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um starfsmannamál segir að vinna standi nú yfir við að leggja mat á hvaða stöðugildi flytjast milli ráðuneyta en þar sem verkefnum nýrra ráðuneyta er nú þegar sinnt innan Stjórnarráðsins sé fyrst og fremst um endurskipulagningu og flutning að ræða.

„Í ljósi þess að stefnt er að því að við endanlega nýskipan, að lokinni afgreiðslu þingsályktunartillögu þar um, verði til tvö ný ráðuneyti, eru þó allar líkur á að einhver fjölgun stöðugilda verði Stjórnarráðinu frá því sem er í dag,” segir í svarinu.

Ekki ljóst hvort að bæta þurfi við húsnæði

Þá voru svör um stöðu húsnæðismála einnig á sama reiki. 

Er búið að ákveða endanlega útfærslu á húsnæðismálum ráðuneyta? Þyrfti mögulega að bæta við húsnæði?

„[E]ndanlega útfærsla á húsnæðismálum ráðuneyta eftir fjölgun þeirra liggur ekki fyrir en vinna við það stendur yfir.”  

Kostnaðarmat liggur ekki fyrir

Þá gætu eflaust margir velt því fyrir sér hver kostnaðurinn við þessar fyrirhuguðu framkvæmdir verða en það liggur ekki enn fyrir.

„Endanlegt kostnaðarmat liggur ekki fyrir en ekki er útlit fyrir að kostnaðarauki verði verulegur þegar til lengri tíma er litið. Bætt skipulag og samþætting skyldra málaflokka styttir boðleiðir og sparar tíma og fjármagn.

mbl.is