Raunhæfur möguleiki að komast bráðum út úr Covid

Kórónuveiran Covid-19 | 4. desember 2021

Raunhæfur möguleiki að komast bráðum út úr Covid

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur „raunhæfan möguleika“ á því að Íslendingum muni takast á næstu vikum og mánuðum að komast að mestu út úr kórónuveirufaraldrinum. „Hins vegar er óljóst hvort reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýjum bóluefnum,“ skrifar Þórólfur í grein í Læknablaðið sem kom út í dag. 

Raunhæfur möguleiki að komast bráðum út úr Covid

Kórónuveiran Covid-19 | 4. desember 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk sinn örvunarskammt í lok síðasta mánaðar.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk sinn örvunarskammt í lok síðasta mánaðar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur „raunhæfan möguleika“ á því að Íslendingum muni takast á næstu vikum og mánuðum að komast að mestu út úr kórónuveirufaraldrinum. „Hins vegar er óljóst hvort reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýjum bóluefnum,“ skrifar Þórólfur í grein í Læknablaðið sem kom út í dag. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur „raunhæfan möguleika“ á því að Íslendingum muni takast á næstu vikum og mánuðum að komast að mestu út úr kórónuveirufaraldrinum. „Hins vegar er óljóst hvort reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýjum bóluefnum,“ skrifar Þórólfur í grein í Læknablaðið sem kom út í dag. 

Þá segir Þórólfur ljóst að baráttunni við COVID-19 muni ekki ljúka fyrr en tekist hefur að vinna bug á faraldrinum í heiminum öllum en það getur tekið nokkur ár.

„Við þurfum því að vera tilbúin til að beita ýmis konar aðgerðum á næstu árum í samræmi við þróun faraldursins hér á landi og annars staðar,“ skrifar Þórólfur.

Hann telur tvær leiðir færar út úr faraldrinum.

„Annars vegar þurfum við að fá virka lyfjameðferð gegn veirunni og/eða hins vegar þurfum við að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“

Örvunarbólusetning gefi góða raun

Þórólfur segir vonir bundnar við að fljótlega komi á markað tvö ný lyf við COVID-19.

„Lyfin eru frá lyfjafyrirtækjunum Merck (Molnupiravir) og Pfizer (Paxlovid) og eru nú metin hjá Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Í skoðun er hvort sækja eigi um undanþágu fyrir notkun lyfjanna hér á landi þannig að ekki þurfi að bíða eftir markaðsleyfi en ljóst er að lyfin munu verða dýr og einungis í boði fyrir þá sem líklegt er að veikist alvarlega af COVID-19. Einnig á eftir að koma í ljós hversu mikil virkni lyfjanna raunverulega er og hvort þau eru laus við aukaverkanir.“

Um það hvort Íslendingum muni takast að ná hjarðónæmi með bólusetningu segir Þórólfur að hjarðónæmi muni ekki nást með tveimur skömmtum af bóluefni, þ.e. svokallaðri grunnbólusetningu.

„Örvunarbólusetning 5-6 mánuðum eftir grunn-bólusetningu (skammt tvö) gefur hins vegar góðar vonir um að með henni muni nást gott ónæmi sem hindra muni samfélagslega útbreiðslu. Því er mikilvægt að í fyrsta lagi takist að bólusetja sem flesta með grunnbólusetningu og í öðru lagi að flestir/allir þiggi örvunarbólusetninguna,“ skrifar Þórólfur.

Tekur eitt til tvö ár að ná hjarðónæmi með náttúrulegri sýkingu

Hann segir það sína helstu von að víðtækt ónæmi náist í samfélaginu sem stöðvi þá samfélagslegt smit.

„Okkar helsta von er sú að við náum víðtæku ónæmi í samfélaginu sem stöðva mun samfélagsleg smit. Ef við ætlum að ná hjarðónæmi með náttúrulegri sýkingu mun það taka 1-2 ár ef miðað er við að dagleg smit verði ekki fleiri en 100. Allan þann tíma þyrftum við að búa við töluverðar takmarkanir til að missa ekki tökin á fjölda smita og jafnvel 100 smit á dag væru of mörg fyrir okkar spítalakerfi og samfélag,“ skrifar Þórólfur.

Aðeins 0,2% hérlendis smitast aftur

Hann segir að miklar vonir hafa verið bundnar við að þeir sem smitast af COVID-19 öðlist varanlegt ónæmi gegn endursmiti.

„Hér á landi hafa einungis 27 manns endursýkst af 15.321 sem greinst hafa með COVID-19 (0,2%) sem sýnir að gott ónæmi myndast við náttúrulegt smit. Ekki er vitað hversu lengi það endist.“

Læknablaðið er hægt að lesa í heild sinni hér.

mbl.is