Börn verði látin framvísa bólusetningavottorðum

Kórónuveiran Covid-19 | 6. desember 2021

Börn verði látin framvísa bólusetningavottorðum

Öll börn yfir fimm ára að aldri munu brátt þurfa að framvísa bólusetningavottorði gegn Covid-19 til að komast inn á söfn, veitingastaði eða leikhús í New York borg í Bandaríkjunum. Þessar reglur taka gildi 14. desember.

Börn verði látin framvísa bólusetningavottorðum

Kórónuveiran Covid-19 | 6. desember 2021

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, kynnti í dag nýjar …
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, kynnti í dag nýjar reglur er varða bólusetningu og bólusetningavottorð. Munu þær ná til bæði fullorðinna einstaklinga og barna. AFP

Öll börn yfir fimm ára að aldri munu brátt þurfa að framvísa bólusetningavottorði gegn Covid-19 til að komast inn á söfn, veitingastaði eða leikhús í New York borg í Bandaríkjunum. Þessar reglur taka gildi 14. desember.

Öll börn yfir fimm ára að aldri munu brátt þurfa að framvísa bólusetningavottorði gegn Covid-19 til að komast inn á söfn, veitingastaði eða leikhús í New York borg í Bandaríkjunum. Þessar reglur taka gildi 14. desember.

The Guardian greinir frá þessu.

Reglur sem kváðu á um framvísun bólusetningavottorðs tóku fyrst gildi í New York í ágúst á þessu ári og náðu þær upprunalega einungis til fullorðinna einstaklinga.

Nýju reglurnar sem Bill de Blasio, borgarstjóri New York, kynnti í dag eiga þó líka við um börn en samkvæmt þeim geta börn eldri en 12 ára ekki fengið bólusetningavottorð nema að þau séu fullbólusett.

Þurfa börn á aldrinum 5 til 11 ára einnig að hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni til að fá aðgang að hinum ýmsu stöðum, en einungis 20% af þessum aldurshópi er nú þegar bólusettur.

Bólusetningaskylda í einkageiranum

Þá kynnti de Blasio einnig reglur sem kveða á um bólusetningaskyldu fyrirtækja sem munu taka gildi þann 27. desember. Samkvæmt þeim verður öllum þeim er starfa innan einkageirans gert að láta bólusetja sig óháð stærð fyrirtækisins.

Borgarstjórinn sagði aukna hættu nú steðja að borgarbúum vegna Ómíkron-afbrigðisins og væri því mikilvægt að beita fyrirbyggjandi aðgerðum. Nú þegar er bólusetningarskylda fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og annarra opinberra stofnanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að bólusetningarskylda er sett á í Bandaríkjunum en það er yfirleitt á höndum ríkja og borga að taka slíkar ákvarðanir. Þó hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti reynt að fá það í gegn að fyrirtæki með yfir 100 starfsmenn verði skylduð til að bólusetja starfsmenn sína fyrir 4. janúar. Það hefur þó enn ekki tekist.

mbl.is