Fleiri dáið af völdum malaríu vegna Covid-19

Kórónuveiran COVID-19 | 6. desember 2021

Fleiri dáið af völdum malaríu vegna Covid-19

Covid-19-heimsfaraldurinn olli miklu bakslagi í baráttunni gegn malaríu en talið er að tugir þúsunda hafi látið lífið vegna sjúkdómsins umfram það sem venjulegt er en um 241 milljón malaríusmita hefur greinst á árinu sem er 14 milljónum meira en á síðasta ári.

Fleiri dáið af völdum malaríu vegna Covid-19

Kórónuveiran COVID-19 | 6. desember 2021

Bóluefni gegn malaríu veitir von.
Bóluefni gegn malaríu veitir von. AFP

Covid-19-heimsfaraldurinn olli miklu bakslagi í baráttunni gegn malaríu en talið er að tugir þúsunda hafi látið lífið vegna sjúkdómsins umfram það sem venjulegt er en um 241 milljón malaríusmita hefur greinst á árinu sem er 14 milljónum meira en á síðasta ári.

Covid-19-heimsfaraldurinn olli miklu bakslagi í baráttunni gegn malaríu en talið er að tugir þúsunda hafi látið lífið vegna sjúkdómsins umfram það sem venjulegt er en um 241 milljón malaríusmita hefur greinst á árinu sem er 14 milljónum meira en á síðasta ári.

Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) kemur fram að Covid-19 hafi valdið miklum truflunum á heilbrigðisþjónustu með þeim afleiðingum að erfiðara var að hefta útbreiðslu malaríusmita, greina þau og meðhöndla sjúkdóminn.

Tekið er þó fram að afleiðingarnar gætu hafa verið verri ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð heilbrigðisyfirvalda þegar lá fyrir í hvað stefndi en áður höfðu Sameinuðu þjóðirnar einnig varað við auknum fjölda dauðsfalla af völdum malaríu vegna heimsfaraldursins.

Árangurinn staðnað síðustu ár

Frá aldamótunum hefur mikill árangur náðst í baráttunni gegn malaríu en milli áranna 2000 og 2017 hefur greindum smitum fækkað um 27% og dauðsföllum um 50%. Síðustu ár hefur sá árangur þó staðnað en frá árinu 2015 hafa 24 lönd skrásett aukinn fjölda dauðsfalla vegna sjúkdómsins.

Fjölgun smita og dauðsfalla í ár er þó umfram þá þróun sem hefur verið uppi síðustu ár en talið er að tæplega 70% af viðbótar dauðsföllunum megi rekja til truflunar á heilbrigðiskerfinu af völdum Covid-19.

Þrátt fyrir neikvæða þróun undanfarin ár eru vonir bundnar við að nýtt bóluefni gegn malaríu geti stuðlað að auknum árangri á ný.

mbl.is