Þreytti staðarpróf og greindist smitaður

Kórónuveiran Covid-19 | 6. desember 2021

Þreytti staðarpróf og greindist smitaður

Einstaklingur sem síðar reyndist smitaður af Covid-19 þreytti staðarpróf í Háskóla Íslands ásamt fimm öðrum nemendum á fimmtudaginn var.  Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var þeim nemendum sem þreyttu umrætt próf þennan dag.

Þreytti staðarpróf og greindist smitaður

Kórónuveiran Covid-19 | 6. desember 2021

Háskóli Íslands skyldar nemendur til að mæta á prófstað.
Háskóli Íslands skyldar nemendur til að mæta á prófstað. mbl.is

Einstaklingur sem síðar reyndist smitaður af Covid-19 þreytti staðarpróf í Háskóla Íslands ásamt fimm öðrum nemendum á fimmtudaginn var.  Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var þeim nemendum sem þreyttu umrætt próf þennan dag.

Einstaklingur sem síðar reyndist smitaður af Covid-19 þreytti staðarpróf í Háskóla Íslands ásamt fimm öðrum nemendum á fimmtudaginn var.  Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var þeim nemendum sem þreyttu umrætt próf þennan dag.

Þurfi að hafa lágan þröskuld fyrir veikindum

„Ágætu viðtakendur, Þið eruð samtals 6 sem voruð í sömu stofu og sýktur einstaklingur fimmtudaginn 2. desember. Samkvæmt upplýsingum frá rakningarteyminu var ég beðinn um að koma eftirfarandi skilaboðum til ykkar: „Það er nóg að upplýsa þessa aðila að það hafi verið smitaður einstaklingur nálægt þeim í prófi. Þau þurfa að hafa mjög lágan þröskuld fyrir veikindum og fara í sýnatöku við minnstu einkenni í tvær vikur frá útsetningu“. Vinsamlega sýnið ítrustu varkárni og gætið sérstaklega vel að sóttvörnum ykkar,“ segir í tölvupóstinum sem nemendur fengu í dag.

Þónokkrir nemendur hafa gagnrýnt ákvörðun Háskóla Íslands um að halda staðarpróf í miðjum heimsfaraldri. Meðal þeirra er Sandra Ósk Jóhannsdóttir, nemi á öðru ári í sálfræði við HÍ og ein þeirra sem þreytti umrætt próf í Persónuleikasálfræði, með covid-smituðum samnemanda sínum á fimmtudag. Hún lét skoðun sína á málinu bersýnilega í ljós í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.

Segir skólann stefna nemendum í hættu

„Það er gjörsamlega óboðlegt að Háskóli Íslands, stofnun sem á að hafa hagsmuni nemenda í fyrirrúmi, skuli trekk í trekk stofna nemendum sínum í hættu með staðprófum,“ segir Sandra í samtali við mbl.is.

Þrátt fyrir að hafa verið útsett fyrir smiti í umræddu prófi segist Sandra hafa fengið tilkynningu um það að hún þyrfti að mæta upp í skóla til að taka næsta próf. Þá segir hún augljósa þörf á heimaprófum og að þau ættu að vera sjálfsögð í miðjum heimsfaraldri.

„Ég veit um marga nemendur sem eru mjög stressaðir eftir að þetta atvik kom upp í dag og þora ekki í staðpróf. Núna ætti HÍ að gyrða sig í brók og hafa heimapróf sem valkost nú þegar martröð þessara nemenda hefur raungerst, sem er að verða útsettir fyrir smiti í lokaprófunum, eitthvað sem á auðveldlega að vera hægt að koma í veg fyrir.“

Ætla ekki að endurskoða prófafyrirkomulagið

Inntur viðbragða segir Hreinn Pálsson, prófstjóri hjá prófsaskrifstofu kennslusviðs HÍ, það ekki vitað hvort umræddur einstaklingur hafi verið smitaður þegar hann þreytti prófið eða ekki. Nemendur sem þreyttu prófið með honum hafi þó verið settir í svokallaða smitgát.

„Við fengum bara tilkynningu um að hann hafi kannski sýkst og kannski ekki. Það var enginn sendur í sóttkví út af þessu,“ segir hann.

Fékk þetta tilvik ykkur til þess að endurskoða fyrirkomulagið á þeim prófum sem eftir eru?

„Ekki þetta eina tilvik, nei. Við reynum bara að bregðast við eftir því sem sóttinni vinnur fram. Við fylgjum ætíð sóttvarnarákvæðum. Það voru hvorki fleiri né færri en sex nemendur í þessari tilteknu stofu.“

Þótt einn og einn nemandi sé ósáttur með að þurfa mæta í staðarpróf taki flestir nemendur þeim með „jafnaðargeði“ og „bros á vör“, að sögn Hreins.

„Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli í þessu. Við beinum því líka til nemenda að hver og einn þurfi að huga að sínum persónulegu sóttvörnum.“

Spurður segir Hreinn engin önnur smit hafa komið upp í prófunum fram að þessu.

„Það má vel vera að heppni eigi þar hlut í máli en við höfum líka vandað okkur við prófahaldið. Miðað við það hve lengi við höfum þurft að glíma við þetta ástand þá held ég að við getum bara verið stolt og ánægð með það hvað okkur hefur gengið vel.“

mbl.is