250 milljónir til einkaaðila fyrir hraðpróf

Kórónuveiran COVID-19 | 7. desember 2021

250 milljónir til einkaaðila fyrir hraðpróf

Um síðustu mánaðamót höfðu Sjúkratryggingar Íslands greitt einkaaðilum tæplega 240 milljónir króna fyrir hraðpróf vegna kórónuveirunnar.

250 milljónir til einkaaðila fyrir hraðpróf

Kórónuveiran COVID-19 | 7. desember 2021

Á leið í hraðpróf við Suðurlandsbraut.
Á leið í hraðpróf við Suðurlandsbraut. mbl.is/Auðun

Um síðustu mánaðamót höfðu Sjúkratryggingar Íslands greitt einkaaðilum tæplega 240 milljónir króna fyrir hraðpróf vegna kórónuveirunnar.

Um síðustu mánaðamót höfðu Sjúkratryggingar Íslands greitt einkaaðilum tæplega 240 milljónir króna fyrir hraðpróf vegna kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram í svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins en um greiðslur fyrir tíu vikna tímabil er að ræða.

Einkaaðilarnir bjóða upp á hraðpróf á BSÍ, í Kringlunni, á Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, á Aðalgötu í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.

Í september var sett reglugerð um að SÍ greiddi fyrir töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá 20. september til að auka aðgengi almennings að hraðprófum.

Hraðpróf fara einnig fram á vegum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut, auk þess sem sýnatökur fara fram á heilbrigðisstofnunum víða um land.

mbl.is