68 heilbrigðisstarfsmenn smitaðir eftir jólagleði

Kórónuveiran Covid-19 | 7. desember 2021

68 heilbrigðisstarfsmenn smitaðir eftir jólagleði

Tæplega sjötíu spænskir heilbrigðisstarfsmenn sem mættu í fjölmenna jólagleði á Suður-Spáni í síðustu viku hafa greinst með Covid-19. Langflestir þeirra 68 sem eru smitaðir eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæsludeild svæðissjúkrahússins í Malaga. Samkvæmt yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum á Spáni mættu um 170 heilbrigðisstarfsmenn í jólagleðina sem haldin var síðastliðinn miðvikudag. BBC greinir frá.

68 heilbrigðisstarfsmenn smitaðir eftir jólagleði

Kórónuveiran Covid-19 | 7. desember 2021

Yfirvöld hafa beint þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að sleppa jólaveislunum …
Yfirvöld hafa beint þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að sleppa jólaveislunum í ár. AFP

Tæplega sjötíu spænskir heilbrigðisstarfsmenn sem mættu í fjölmenna jólagleði á Suður-Spáni í síðustu viku hafa greinst með Covid-19. Langflestir þeirra 68 sem eru smitaðir eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæsludeild svæðissjúkrahússins í Malaga. Samkvæmt yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum á Spáni mættu um 170 heilbrigðisstarfsmenn í jólagleðina sem haldin var síðastliðinn miðvikudag. BBC greinir frá.

Tæplega sjötíu spænskir heilbrigðisstarfsmenn sem mættu í fjölmenna jólagleði á Suður-Spáni í síðustu viku hafa greinst með Covid-19. Langflestir þeirra 68 sem eru smitaðir eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæsludeild svæðissjúkrahússins í Malaga. Samkvæmt yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum á Spáni mættu um 170 heilbrigðisstarfsmenn í jólagleðina sem haldin var síðastliðinn miðvikudag. BBC greinir frá.

Allir gestir þurftu að framvísa neikvæðu antigen-hraðprófi áður en þeir mættu til gleðinnar en nú er yfir helmingur þeirra í sóttkví eða einangrun. Allir starfsmenn sjúkrahússins eru fullbólusettir og finna ekki fyrir neinum einkennum.

Heilbrigðisstarfsfólk sæki ekki jólaveislur

Læknar og hjúkrunarfræðingar af öðrum deildum sjúkrahússins hafa verið færðir tímabundið til í starfi til að sinna gjörgæsludeildinni. Yfirvöld eru hins vegar uggandi yfir þessari miklu útbreiðslu Covid meðal heilbrigðisstarfsfólk og óttast að smit breiðist hratt út þegar fólk kemur saman í aðdraganda jóla og yfir jólahátíðina.

Til að draga úr hættu á frekara smiti meðal heilbrigðisstarfsfólks hafa heilbrigðisyfirvöld í Andalúsíu beint þeim tilmælum til starfsfólks að sækja ekki jólaveislur.

Á mánudaginn hvatti Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fólk til að vera meðvitað um það yfir hátíðirnar að faraldurinn væri enn í gangi. Líkt og víða í Evrópu hefur fjöldi smita farið vaxandi á Spáni og yfirvöld óttast fjórðu bylgju faraldursins sem kunni að valda fleiri dauðsföllum yfir köldustu vetrarmánuðina.

mbl.is