Segja að hin tilbúnu bóluefni virki á Ómíkron

Kórónuveiran COVID-19 | 7. desember 2021

Segja að hin tilbúnu bóluefni virki á Ómíkron

Alþjóða heilbrigðismálstofnunin (WHO) segir enga ástæðu til þess að ætla að þau bóluefni sem séu í notkun veiti ekki vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þá segir stofnunin að ekkert bendi til þess að afbrigðið sé skæðara en Delta-afbrigðið.

Segja að hin tilbúnu bóluefni virki á Ómíkron

Kórónuveiran COVID-19 | 7. desember 2021

Höfuðstöðvar WHO í Genf.
Höfuðstöðvar WHO í Genf. AFP

Alþjóða heilbrigðismálstofnunin (WHO) segir enga ástæðu til þess að ætla að þau bóluefni sem séu í notkun veiti ekki vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þá segir stofnunin að ekkert bendi til þess að afbrigðið sé skæðara en Delta-afbrigðið.

Alþjóða heilbrigðismálstofnunin (WHO) segir enga ástæðu til þess að ætla að þau bóluefni sem séu í notkun veiti ekki vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þá segir stofnunin að ekkert bendi til þess að afbrigðið sé skæðara en Delta-afbrigðið.

Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir yfirmanni innan stofnunarinnar. Margar sögur hafa farið af afbrigðinu og því hve ólíkt það sé fyrri afbrigðum. 

Margt enn á huldu um Ómíkron

Í samtali við mbl.is í dag sagði Már Kristjánsson, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans, að enn væri margt á huldu um hið nýja afbrigði en alls hafa sextán mannst greinst með það á Íslandi. Flestir þeirra hafa einhver tengsl við Akranes. 

Umdæmislæknir sóttvarna á Akranesi sagði í samtali við mbl.is um helgina að þeir sýktu lýstu fremur vægum einkennum í líkindum við flensupest. Vísindamenn frá Suður-Afríku hafa sömuleiðis haldið því fram að afbrigðið sé meira smitandi en einkennin vægari. 

mbl.is