Klöru ráðlagt að sækja ekki barn sitt á leikskóla

Kynferðisbrot innan KSÍ | 8. desember 2021

Klöru ráðlagt að sækja ekki barn sitt á leikskóla

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varð fyrir miklu áreiti og fékk ítrekaðar hótanir í kjölfar afsagnar stjórnar KSÍ og formanns sambandsins í lok ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem var opinberuð í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal í gær.

Klöru ráðlagt að sækja ekki barn sitt á leikskóla

Kynferðisbrot innan KSÍ | 8. desember 2021

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varð fyrir miklu áreiti og fékk ítrekaðar hótanir í kjölfar afsagnar stjórnar KSÍ og formanns sambandsins í lok ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem var opinberuð í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal í gær.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varð fyrir miklu áreiti og fékk ítrekaðar hótanir í kjölfar afsagnar stjórnar KSÍ og formanns sambandsins í lok ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem var opinberuð í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal í gær.

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ 29. ágúst eftir að hafa verið sakaður um þöggun og meðvirkni með meintum gerendum innan sambandsins.

Stjórn KSÍ fylgdi svo í kjölfarið degi síðar en KSÍ lá undir haðri gagnrýni á þessum tíma fyrir að taka afstöðu gegn þolendum og kölluðu margir eftir því að Klara myndi víkja sem framkvæmdastjóri sambandsins.

Í framhaldi af samtali við Guðna forseta

„Í viðtölum við úttektarnefndina kom fram að Klara hefði hins vegar orðið fyrir miklu áreiti og fengið fjölmargar hótanir í kjölfar afsagnar stjórnar og fjölmiðlaumfjöllunar og m.a. verið ráðlagt að sækja ekki barn sitt á leikskóla,“ segir í skýrslu úttektarnefndarinnar.

„Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 mun Klara hafa yfirgefið höfuðstöðvar KSÍ og tilkynnt stjórn að hún væri farin og vissi ekki hvort hún kæmi aftur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin fékk mun það hafa gerst í beinu framhaldi af samtali Klöru við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands.

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U-17 ára landsliðs drengja, mun hafa hlaupið á eftir Klöru og séð til þess að hún yrði sótt í vinnuna,“ segir enn fremur í skýrslunni.

mbl.is