Norðmenn herða og fara í jólakúlur

Kórónuveiran COVID-19 | 8. desember 2021

Norðmenn herða og fara í jólakúlur

Norsk yfirvöld hafa hert sóttvarnatakmarkanir í landinu í sömu svipan og 5.143 Norðmenn greinast smitaðir af kórónuveirunni, hæsti fjöldi á einum degi frá upphafi.

Norðmenn herða og fara í jólakúlur

Kórónuveiran COVID-19 | 8. desember 2021

Jonas Gahr Store, forsætisráðherra Noregs, kynnti hertari aðgerðir í gær …
Jonas Gahr Store, forsætisráðherra Noregs, kynnti hertari aðgerðir í gær ásamt ráðherrum úr ríkisstjórn sinni. AFP

Norsk yfirvöld hafa hert sóttvarnatakmarkanir í landinu í sömu svipan og 5.143 Norðmenn greinast smitaðir af kórónuveirunni, hæsti fjöldi á einum degi frá upphafi.

Norsk yfirvöld hafa hert sóttvarnatakmarkanir í landinu í sömu svipan og 5.143 Norðmenn greinast smitaðir af kórónuveirunni, hæsti fjöldi á einum degi frá upphafi.

Þetta tilkynntu ráðherrar í ríkisstjórn landsins á blaðamannafundi í gær, þar sem einnig var minnst á hið nýja Ómíkron-afbrigði og óvissu þar um.

Nýju takmarkanirnar munu gilda fram á næsta ár og samkvæmt þeim mega 20 koma saman í samkvæmum utan heimilis en á heimilum fólks mega 10 koma saman auk heimilisfólks. Yfir jólin má hvert heimili þó halda 20 manna boð en aðeins einu sinni.

Á blaðamannafundinum kom einnig fram að viðspyrnustyrkir stjórnvalda munu áfram vera í boði fyrir rekstraraðila sem horfa fram á tap á komandi misserum. 

mbl.is