Vinningstillagan um nýja brú yfir Fossvog

Borgarlínan | 8. desember 2021

Vinningstillagan um nýja brú yfir Fossvog

Vinningstillaga í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog ber nafnið Alda og var unnin af Eflu verkfræðistofu í samstarfi við BEAM Architects. Sjá má fyrstu myndir sem sýndar voru á kynningunni hér að neðan.

Vinningstillagan um nýja brú yfir Fossvog

Borgarlínan | 8. desember 2021

Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Gert …
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Gert er ráð fyrir umferð gangandi og hjólandi og borgarlínu í miðjunni. Teikning/Efla og BEAM

Vinningstillaga í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog ber nafnið Alda og var unnin af Eflu verkfræðistofu í samstarfi við BEAM Architects. Sjá má fyrstu myndir sem sýndar voru á kynningunni hér að neðan.

Vinningstillaga í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog ber nafnið Alda og var unnin af Eflu verkfræðistofu í samstarfi við BEAM Architects. Sjá má fyrstu myndir sem sýndar voru á kynningunni hér að neðan.

15 tillögur bárust á fyrra þrepi keppninnar, en tillögurnar þrjár sem hlutu flest stig á fyrra stigi áttu það sameiginlegt að uppfylla skilyrði útboðshaldara og að vera fallegt kennileiti. Kom þetta fram í máli fulltrúa Vegagerðarinnar sem kynnti niðurstöðuna.

Voru það verkefnin Hvalbak, Alda og Sjónarrönd sem hlutu flest stig. Var Sjónarrönd með 82,4 stig, Hvalbak með 102,2 stig og Alda með 110,4 stig.

Á fundinum kom fram að í tillögum Öldu væri horft til þess að vestan megin á brúnni væri hröð hjólandi umferð. Austan megin á henni væri hæg hjólandi umferð og umferð gangandi og í miðjunni væri svo akrein fyrir borgarlínuvagna.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði á fundinum að það væri stór stund að sjá tillöguna núna í fyrsta skiptið. Hugmyndin um brú yfir Fossvog væri ekki gömul miðað við líftíma borga, en að hún hafi strax setið rétt þegar hún kom fram. Sagðist hann gera ráð fyrir ótrúlega jákvæðum áhrifum af brúnni og rifjaði upp að fyrir 7 árum á fundi með ungu fólki um sóknartækifæri í borginni hafi þessi hugmynd staðið hæst upp úr þar sem unga fólkið hafi talið þetta stækka háskólasvæðið til muna og auðvelda umferð um svæðið.

Bætti Dagur við að þarna væri tenging borgarlínunnar frá suðri við Háskólann í Reykjavík og að gert væri ráð fyrir að borgarlínan færi í gegnum háskólasvæðið og að bygging háskólans myndi fara yfir götuna og verða tenging við rannsóknarhúsnæði.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði í gríntón að Dagur væri núna kominn með gráa fiðringinn. Bætti hann svo við að þetta væri mikilvæg framkvæmd sem myndi stytta til muna vegalengdir úr Kópavogi niður í bæ, en ekki síður fyrir fólk sem kæmi úr Garðabæ eða Hafnarfirði.

Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Hér …
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Hér sést brúin frá Kópavogi. Teikning/Efla og BEAM
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni um …
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni um brú yfir Fossvog. Teikning/Efla og BEAM
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Hér …
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Hér sést Reykjavíkurendi brúarinnar. Teikning/Efla og BEAM
mbl.is