Selja Ægi og Tý

Landhelgisgæslan | 16. desember 2021

Selja Ægi og Tý

Fyrirhugað er að selja varðskipin Ægi og Tý, sem ekki eru lengur í notkun á vegum Landhelgisgæslunnar. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í söluferlinu hafa Ríkiskaup óskað eftir hugmyndum um nýtingu skipanna og líklegt söluverðmæti. Boðið verður upp á skoðunarferð í næstu viku.

Selja Ægi og Tý

Landhelgisgæslan | 16. desember 2021

Varðskipin Týr og Ægir við bryggju í Reykjavík. Týr er …
Varðskipin Týr og Ægir við bryggju í Reykjavík. Týr er 46 ára og Ægir 53 ára, bæði skipin voru smíðuð í Danmörku. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirhugað er að selja varðskipin Ægi og Tý, sem ekki eru lengur í notkun á vegum Landhelgisgæslunnar. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í söluferlinu hafa Ríkiskaup óskað eftir hugmyndum um nýtingu skipanna og líklegt söluverðmæti. Boðið verður upp á skoðunarferð í næstu viku.

Fyrirhugað er að selja varðskipin Ægi og Tý, sem ekki eru lengur í notkun á vegum Landhelgisgæslunnar. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í söluferlinu hafa Ríkiskaup óskað eftir hugmyndum um nýtingu skipanna og líklegt söluverðmæti. Boðið verður upp á skoðunarferð í næstu viku.

Varðskipið Ægir var smíðað í Álaborg 1968 og er 70,1 metri að lengd, og 10 metrar á breidd. Týr var smíðaður í Árósum 1975 og er 71,5 metrar að lengd og 10 metrar á breidd. Í byrjun þessa árs gáfu fjögur fyrirtæki sig fram þegar Ríkiskaup óskuðu eftir tilboðum og góðum hugmyndum um nýtingu Ægis. Meðal hugmynda var að nýta skipið fyrir snjóflóðasafn á Flateyri.

Bilanir og bráðaviðgerð

Í frumvarpi til fjáraukalaga er gerð tillaga um 59,3 milljóna króna fjárveitingu vegna bilunar og bráðaviðgerðar á varðskipinu Tý. Þór var gerður út í stað Týs meðan á viðgerð stóð. Útgjöld fólust annars vegar í hærri rekstrarkostnaði við Þór en skipið er stærra en Týr og olíueyðsla meiri. Hins vegar fólust útgjöld í viðgerð og slipptöku.

mbl.is