Meðalhiti tæplega 20 stigum hærri á Grænlandi

Loftslagsvá | 22. desember 2021

Meðalhiti tæplega 20 stigum hærri á Grænlandi

Hitastig á Grænlandi hefur hækkað mikið að undanförnu en í höfuðstaðnum Nuuk er hiti nú um 13 stig, samanborið við meðalhita þessa árstíma síðustu ár sem hefur verið -5 stig.

Meðalhiti tæplega 20 stigum hærri á Grænlandi

Loftslagsvá | 22. desember 2021

Í Nuuk er nú meðalhiti um 13 stig.
Í Nuuk er nú meðalhiti um 13 stig. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hitastig á Grænlandi hefur hækkað mikið að undanförnu en í höfuðstaðnum Nuuk er hiti nú um 13 stig, samanborið við meðalhita þessa árstíma síðustu ár sem hefur verið -5 stig.

Hitastig á Grænlandi hefur hækkað mikið að undanförnu en í höfuðstaðnum Nuuk er hiti nú um 13 stig, samanborið við meðalhita þessa árstíma síðustu ár sem hefur verið -5 stig.

Í bænum Qaanaaq á norðurhluta eyjunnar er meðalhiti í desember um -20 stig en er nú um 8 stig. Samkvæmt dönsku veðurstofunni er hitastigið afleiðing loftslagsbreytinga en hlýir vindstraumar fara nú yfir eyjuna.

Í sumar var meðalhitastig á Grænlandi um 10 stig sem leiddi til hraðrar bráðnunar jökla. Suma daga misstu jöklarnir um átta milljarð tonn af ís af sem er meðaltal heils sumars. 

mbl.is