Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna

Krúttleg dýr | 23. desember 2021

Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna

Litlu munaði að illa færi þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í nótt, að því er greint er frá í færslu á facebooksíðu Gæludýraklíníkurinnar, sem veitir m.a. þjónustu á sviði dýralækninga.

Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna

Krúttleg dýr | 23. desember 2021

Litlu munaði að illa færi þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart …
Litlu munaði að illa færi þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í nótt. Samsett mynd

Litlu munaði að illa færi þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í nótt, að því er greint er frá í færslu á facebooksíðu Gæludýraklíníkurinnar, sem veitir m.a. þjónustu á sviði dýralækninga.

Litlu munaði að illa færi þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í nótt, að því er greint er frá í færslu á facebooksíðu Gæludýraklíníkurinnar, sem veitir m.a. þjónustu á sviði dýralækninga.

„Guðbjartur ætlar að vera öðrum víti til varnar“

Komið var með Guðbjart á vaktina hjá Gæludýraklíníkinni í nótt, eftir að upp komst að hann hafði gleypt nál og tvinna, að því er greint er frá í færslunni. Þar hefðu svo verið teknar af honum röntgenmyndir sem sýndu að nálin hafi skorist í gegnum bæði tungu og mjúka góminn áður en Guðbjarti tókst að ýta nálinni alla leið niður að húð og undir tungu.

Guðbjartur ætlar að vera öðrum víti til varnar og minna alla gæludýraeigendur á að passa upp á að dýrin komist hvergi nálægt beittum og oddhvössum hlutum,“ segir í færslunni.

Var að gera við kjól þegar nálin datt í gólfið

„Ég var hérna heima að gera við kjól fyrir tveimur dögum og sjálfsagt hefur nálin og tvinninn dottið á gólfið án þess að ég tæki eftir því því ég var búin að ganga frá saumadótinu og allt saman,“ segir Olga Guðrún Sigfúsdóttir, eigandi Guðbjarts, í samtali við mbl.is.

Innt eftir því segist Olga hafa séð Guðbjart gleypa eitthvað en ekki vitað nákvæmlega hvað. Fljótlega fóru þó að renna á hana tvær grímur og ákvað hún á endanum að leita til dýralæknis.

„Hann lét mjög skringilega, vildi ekki láta ná sér og var greinilega að reyna að losa sig við eitthvað með því að hósta og æla en það gekk ekki hjá honum greyinu. Svo var eins og hann hefði allt í einu lagast en þá sáum við að það blæddi úr honum svo við ákváðum að fara með hann á neyðarvaktina, því það var eitthvað ekki alveg í lagi.“

Þegar á Gæludýraklíníkina kom ákvað dýralæknir að taka röntgenmyndir af Guðbjarti sem leiddu í ljós að hann hefði raunar gleypt nál og tvinna, eins og Olgu grunaði.

„Þessar röntgenmyndir voru alveg svakalegar og okkur brá ekkert smá þegar við sáum þær.“

Kristín Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Gæludýraklíníurkinnar, segir útlitið ekki hafa verið gott þegar komið var með Guðbjart upp á dýraspítalann enda var talið að nálin hefði getað hitt á einhverjar taugar og mögulega valdið skaða.

„Þetta fór þó betur á en horfðist enda fór nálin sem betur fer bara í gegnum mjúkvef svo hún var bara dregin út. Það skiptir höfuðmáli hve fljótt þetta fattaðist. Ef það hefði ekki gerst svona snemma hefði þetta getað farið miklu verr, hann hefði getað fengið sýkingu og annað því kettir fá mjög fljótt sýkingar í sár,“ segir hún.

Þurfti að sauma tungu Guðbjarts saman aftur

Olga, sem fékk að vera viðstödd allan tímann, segir Guðbjart bæði hafa verið svæfðan og staðdeyfðan fyrir aðgerðina.

„Þetta var alveg ótrúlega fagmannlega gert. Dýralæknirinn vissi nákvæmlega hvar hún átti að skera. Svo var nálin bara dregin út og tvinninn kom á eftir.“

Aðspurð segir hún Guðbjart hafa verið sendan heim með bæði bólgueyðandi lyf og sýklalyf og að honum heilsist vel í dag.

„Það er alveg ótrúlegt því fremsti parturinn á tungunni í honum fór í sundur fremst og þurfti læknirinn að sauma hann saman. En hann er kominn með matarlyst og byrjaður að mjálma aftur.“

Fær Guðbjartur þá kannski frekar bók en nál og tvinna í jólagjöf á morgun eins og segir í laginu?

„Sagan hans kemst kannski í bók en ég held að besta jólagjöfin sem hann gæti fengið núna væri einhver góður mjúkmatur.“

mbl.is