Sterkur skjálfti rétt fyrir miðnætti

Eldgos í Geldingadölum | 24. desember 2021

Sterkur skjálfti rétt fyrir miðnætti

Rétt fyrir miðnætti nú að kvöldi aðfangadags reið sterkur skjálfti yfir suðvesturhorn landsins og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

Sterkur skjálfti rétt fyrir miðnætti

Eldgos í Geldingadölum | 24. desember 2021

Horft í átt að Keili, nálægt gosstöðvunum.
Horft í átt að Keili, nálægt gosstöðvunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt fyrir miðnætti nú að kvöldi aðfangadags reið sterkur skjálfti yfir suðvesturhorn landsins og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

Rétt fyrir miðnætti nú að kvöldi aðfangadags reið sterkur skjálfti yfir suðvesturhorn landsins og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

Mælingar Veðurstofu benda til þess að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og átt upptök sín á um 4,5 kílómetra dýpi undir gosstöðvunum í Fagradalsfjalli.

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur sannarlega sett mark sitt á þennan aðfangadag, en fleiri þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu.

mbl.is