Tveir skjálftar í hádeginu

Eldgos í Geldingadölum | 27. desember 2021

Tveir skjálftar í hádeginu

Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga en frá miðnætti hafa sex skjálftar mælst sem teljast stórir, eða þrír eða meira að stærð. Síðustu tveir mældust nú um hálfeitt. Annar þeirra 3,0 að stærð og hinn 3,4. 

Tveir skjálftar í hádeginu

Eldgos í Geldingadölum | 27. desember 2021

Skjálftinn sem mældist í Krýsuvík var ekki á nema 100 …
Skjálftinn sem mældist í Krýsuvík var ekki á nema 100 metra dýpi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga en frá miðnætti hafa sex skjálftar mælst sem teljast stórir, eða þrír eða meira að stærð. Síðustu tveir mældust nú um hálfeitt. Annar þeirra 3,0 að stærð og hinn 3,4. 

Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga en frá miðnætti hafa sex skjálftar mælst sem teljast stórir, eða þrír eða meira að stærð. Síðustu tveir mældust nú um hálfeitt. Annar þeirra 3,0 að stærð og hinn 3,4. 

Skjálftarnir mældust á sömu mínútunni en þó ekki á sama staðnum. Sá sem var 3,0 að stærð mældist rúmlega fjóra kílómetra norður af Krýsuvík og var ekki á nema 100 metra dýpi.

Sá stærri mældist einn og hálfan kílómetra suð-suðaustur af Fagradalsfjalli þar sem mestar líkur eru á að taki að gjósa á ný og var hann á 6,8 kílómetra dýpi.

Ætla má að skjálftinn sem mældist nærri Krýsuvík sé þá einskonar gikkskjálfti, en Magnús Tumi Guðmundssson ræddi við mbl.is um virknina á svæðinu í morgun og benti á, líkt og aðrir hafa gert undanfarna daga, að þessir skjálftar hefðu ekkert með kviku að gera.

mbl.is