Tenerife alltaf á toppnum hjá Íslendingum

Tenerife | 29. desember 2021

Tenerife alltaf á toppnum hjá Íslendingum

Ferðavefurinn fjallaði mikið um eyjuna fögru í suðri, Tenerife, á liðnu ári, enda einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga um þessar mundir. Í tilefni af fimm ára afmæli Íslendingabarsins Nostalgiu ræddi Morgunblaðið við Herdísi Hrönn Árnadóttur sem rekur barinn. 

Tenerife alltaf á toppnum hjá Íslendingum

Tenerife | 29. desember 2021

Herdís Hrönn og eiginmaður hennar, Sævar Lúðvíksson, reka Nostalgia bar …
Herdís Hrönn og eiginmaður hennar, Sævar Lúðvíksson, reka Nostalgia bar á Tenerife. Mynd/Herdís Hrönn Árnadóttir

Ferðavefurinn fjallaði mikið um eyjuna fögru í suðri, Tenerife, á liðnu ári, enda einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga um þessar mundir. Í tilefni af fimm ára afmæli Íslendingabarsins Nostalgiu ræddi Morgunblaðið við Herdísi Hrönn Árnadóttur sem rekur barinn. 

Ferðavefurinn fjallaði mikið um eyjuna fögru í suðri, Tenerife, á liðnu ári, enda einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga um þessar mundir. Í tilefni af fimm ára afmæli Íslendingabarsins Nostalgiu ræddi Morgunblaðið við Herdísi Hrönn Árnadóttur sem rekur barinn. 

Sagði hún þar frá því að fjöldi gesta teldi Sævar Lúðvíksson, mann Herdísar og vert á Nostalgiu, vera látinn. Sævar er þó alls ekki látinn heldur rugla gestir honum saman við Guðmund Guðbjartsson, veitingamann á Bar-Inn, öðrum bar á Tenerife sem rekinn var af Íslendingum, en Guðmundur lést snemma á síðasta ári. 

Fleiri fréttir frá Tenerife vöktu einnig athygli lesenda ferðavefsins og þá sérstaklega fréttir af því að herða ætti sóttvarnareglur á eyjunni fögru fyrir jól og áramót, enda margir sem eyða hátíðunum í sólinni þetta árið. 

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen fangaði svo athygli lesenda í upphafi síðasta árs þegar hún skellti sér í Kraumu í Borgarfirði og tók af sér myndir frá vel völdum sjónarhornum. Heitar laugar hafa verið sérlega vinsælar hjá íslenskum ferðamönnum þetta árið.

Lára Clausen vakti athygli í Kraumu.
Lára Clausen vakti athygli í Kraumu. Skjáskot/Instagram

Friðheimar fengu mikinn skell á árinu þegar gagnrýnandi The Times, Miles Coren, viðraði óánægju sína með tómatsúpuna og flest annað á matseðli staðarins. 

Það voru ekki alltaf gleðilegar fréttir sem bárust frá Tenerife á þessu ári en fjöldi flóttamanna frá Afríku hefur lagt leið sína yfir hafið til eyjarinnnar. Þær ferðir hafa ekki endað vel líkt og Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og rithöfundur, varð vitni að í upphafi árs. 

Miles Coren vandaði ekki Friðheimum kveðjurnar.
Miles Coren vandaði ekki Friðheimum kveðjurnar. Ljósmynd/Guðný Hilmarsdóttir
mbl.is