Ekkert ferðaveður á nýársdag

Áramót | 30. desember 2021

Ekkert ferðaveður á nýársdag

Von er á þokkalegu flugeldaveðri á morgun en nýja árið mun svo koma með hvelli. Á nýársdag er nefnilega spáð norðaustanstormi og leiðindaveðri. Þetta segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Ekkert ferðaveður á nýársdag

Áramót | 30. desember 2021

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að fresta ferðalögum …
Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að fresta ferðalögum á nýársdag. Kort/Veðurstofa Íslands

Von er á þokkalegu flugeldaveðri á morgun en nýja árið mun svo koma með hvelli. Á nýársdag er nefnilega spáð norðaustanstormi og leiðindaveðri. Þetta segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Von er á þokkalegu flugeldaveðri á morgun en nýja árið mun svo koma með hvelli. Á nýársdag er nefnilega spáð norðaustanstormi og leiðindaveðri. Þetta segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hæg austlæg átt og bjartviðri í höfuðborginni

Á morgun verði víða hæg austlæg átt og bjartviðri en aðeins skýjaðra og hvassara sunnanlands. Vindhraði gæti farið upp í allt að 18 metra á sekúndu í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum en hann verði heldur hægari á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Þorsteins.

„Hann gæti farið upp í 5-10 metra á sekúndu á gamlárskvöldi á höfuðborgarsvæðinu em ætti að vera nóg til að feykja menguninni burt, svo það ætti ekki að vera neitt vandamál til lengri tíma.“

Þá verði heldur skýjaðra um kvöldið heldur en yfir daginn og kalt víðast hvar um landið.

„Það verður frost yfir nánast öllu landinu nema kannski við suður- og austurströndina. Það gætu þó komið einhver smá él við suðurströndina en það verður eitthvað minniháttar.  Annars gæti frostið farið niður í 10 stig á Norðurlandi svo það verður frekar kalt en fallegt veður.“

Þokkalegt flugeldaveður verður í höfuðborginni á morgun, gamlársdag.
Þokkalegt flugeldaveður verður í höfuðborginni á morgun, gamlársdag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir skynsamlegt að fólk fresti ferðalögum

Síðastliðna daga hefur snjónum kyngt niður á Akureyri og því hefur mikið mætt á þeim sem sjá um snjómokstur í bænum. Þótt lítið sem ekkert hafi snjóað á Akureyri í dag er fannferginu þar ekki lokið, segir Þorsteinn inntur eftir því.

„Á nýársdag mun ganga í í norðaustanstorm og leiðindaveður og þá fer að snjóa aftur. Það er mikið af gulum viðvörum í gildi fyrir nýársdaginn. Það er þá snjór og skafrenningur, snjókoma á Austfjörðum en á öðrum stöðum er þetta skafrenningur og él. Þannig það verður eiginlega ekkert ferðaveður á nýársdag.“

Víðast hvar verði mjög hvasst, sér í lagi á Vestfjörðum, í Breiðafirði og á norðanverðum Faxaflóa, að sögn Þorsteins. Þá verði einnig bálhvasst undir Eyjafjöllum og á suðvesturlandi.

„Ef fólk getur frestað ferðalögum þann daginn þá væri skynsamlegt að gera það. Í það minnsta fram á sunnudag þegar veðrið á að ganga niður.“

mbl.is