Þetta borðar þjóðin á gamlárskvöld

Jóla jóla ... | 30. desember 2021

Þetta borðar þjóðin á gamlárskvöld

Stóra spurningin er alltaf hvað eigi að vera í matinn á hátíðdögum eins og á gamlárskvöld. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa segir að kalkúnn, innbökuð Wellington nautalund og villibráð séu þrír algengustu réttir þjóðarinnar á gamlárskvöld samkvæmt verslunarstjórum fyrirtækisins.

Þetta borðar þjóðin á gamlárskvöld

Jóla jóla ... | 30. desember 2021

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa.

Stóra spurningin er alltaf hvað eigi að vera í matinn á hátíðdögum eins og á gamlárskvöld. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa segir að kalkúnn, innbökuð Wellington nautalund og villibráð séu þrír algengustu réttir þjóðarinnar á gamlárskvöld samkvæmt verslunarstjórum fyrirtækisins.

Stóra spurningin er alltaf hvað eigi að vera í matinn á hátíðdögum eins og á gamlárskvöld. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa segir að kalkúnn, innbökuð Wellington nautalund og villibráð séu þrír algengustu réttir þjóðarinnar á gamlárskvöld samkvæmt verslunarstjórum fyrirtækisins.

„Spáin byggir á sölutölum ríflega 60 verslana í eigu fyrirtækisins víðsvegar um landið, síðustu daga,“ segir Ingibjörg Ásta. 

Að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Samkaupa, hefur kalkúnninn vaxið stöðugt í vinsældum undanfarin ár og sömuleiðis er fólk í auknum mæli farið að prófa sig áfram með krónhjört og dádýr á þessum síðasta degi ársins. „Alls hefur sala á villibráð og kalkún aukist um þriðjung á milli ára en þar spilar heill kalkúnn stærstan þátt sem má líklega rekja til þess að jólakúla landsmanna er stærri en í fyrra. Íslendingar halda þó fast í sínar hefðir á aðfangadag og jóladag en hamborgarhryggur var langsöluhæsti veislumaturinn í verslunum Samkaupa fyrir jól,“ segir hann. 

Hangikjöt var mest selda kjötið í netverslun Nettó fyrir jól

Samkaup reka Nettó verslanakeðjuna sem heldur úti stærstu netverslun landsins með matvörur, auk Kjörbúðarinnar, Krambúðar, Iceland og Samkaupa Strax. „Þótt hamborgarhryggur hafi verið vinsælastur heilt yfir þá var KEA hangilæri það kjöt sem oftast var pantað í gegnum netverslunina fyrir jólin. Einnig var mikil aukning í sölu á jólasælgæti, konfekti og snyrtivörum í netverslun Nettó miðað við jólin í fyrra,“ segir Ingibjörg Ásta og bætir við: 

„Í kjölfar þess að tilkynnt var um hertar sóttvarnir, örfáum dögum fyrir jól, jókst eftirspurn mikið í netverslun Nettó og salan fór langt umfram það sem búist var við. Aukningin í pöntunum í gegnum netið hefur haldið áfram núna á milli jóla og nýárs og er töluvert meiri en hún var á sama tíma í fyrra,“ segir hún. 

mbl.is