Þetta eru áramótadrykkirnir í ár

Jóla jóla ... | 30. desember 2021

Þetta eru áramótadrykkirnir í ár

Þau Sóley og Hlynur eru sammála um að jólin og áramótin eru frábær fjölskyldutími þar sem gott er að njóta samverunnar með þeim sem manni er annt um. Þá ættum við að vera að borða góðan mat og að njóta góðra drykkja.

Þetta eru áramótadrykkirnir í ár

Jóla jóla ... | 30. desember 2021

Hlynur Björnsson og Sóley Kristjánsdóttir.
Hlynur Björnsson og Sóley Kristjánsdóttir.

Þau Sóley og Hlynur eru sammála um að jólin og áramótin eru frábær fjölskyldutími þar sem gott er að njóta samverunnar með þeim sem manni er annt um. Þá ættum við að vera að borða góðan mat og að njóta góðra drykkja.

Þau Sóley og Hlynur eru sammála um að jólin og áramótin eru frábær fjölskyldutími þar sem gott er að njóta samverunnar með þeim sem manni er annt um. Þá ættum við að vera að borða góðan mat og að njóta góðra drykkja.

Er sérstök spenna fyrir jóla- og áramótakokteilum núna?

„Drykkjarmenningin hefur breyst mikið síðustu ár með fjölbreyttum kokteilum sem passa við alls kyns tilefni svo það eru að skapast nýjar hefðir. Matarparanir með kokteilum eru að færast í vöxt ásamt kokteilkeppnum á meðal vinahópa sem eru stórskemmtileg leið til að lífga enn frekar upp á jólahittinginn eða spilakvöldin. Kokteilar eru svo mikil stemning!“

Fyrir mat er gott að vera með ósæta kokteila

Þau vilja benda á mikilvægi þess hvenær drykkir eru bornir fram í boðum. „Sætir kokteilar eiga alls ekki við sem fordrykkur en þeir skemma matarlystina líkt og að byrja á eftirréttinum. Fyrir mat er gott að vera með ósæta kokteila og ef langt er í matinn að gæta þess að magn alkóhóls sé ekki of mikið þegar maginn er tómur. Dæmi um góða ósæta fordrykki eru klassískur G&T, Aperol Spritz, Negroni eða Belsazar Rosé sem er rósavínsvermúð í tónik sem kemur virkilega á óvart. Frábærir kokteilar eftir mat eru sem dæmi espresso martini, Tanqueray gimlet, bleikur paloma og hinn gamalkunni mojito.“

Hvernig kokteilar passa við jólamatinn?

„Sem dæmi má gera Grand Marnier-margarítu með jólaöndinni sem vinnur vel með appelsínutónunum eða whisky sour með Black Label með villibráðinni þar sem reykurinn í Johnnie Walker Black Label virkar mjög vel með grafna matnum og pateinu og ég tala nú ekki um lax í hlaupi sem Hlynur er sérlegur áhugamaður um,“ segir Sóley sem gerir yfirleitt tvo eftirrétti, annan fyrir börnin og hinn fullorðins og þá annaðhvort Baileys-bombueftirrétt eða Grand Marnier trifle þar sem bleytt er upp í makkarónum í botninum með Grandinu. Baileys setur Sóley bæði í rjómann, súkkulaðisósuna og skreytir með kókosbollum, bláberjum, hindberjum og jarðarberjum.

Portvín er stór partur af jólahefðinni

Eruð þið með hefðir þar sem jóladrykkir koma við sögu?

„Grand Marnier- og Baileys-salan tekur alltaf hástökk um jólin og er bæði notað í matargerð, eftirrétti og svo til að dreypa á með kertaljósinu frá aðventukransinum og jólatónlistinni. Við erum einnig sammála um að portvín sé stór partur af jólahefðinni. Nú eru margir kokteilar komnir sem eru ekki mjög áfengir og þeir eru frábærir þegar það á við,“ segja þau.

Jólin hafa verið í mjög föstum skorðum hjá þeim með hefðum sem hafa verið í mörg ár.

Sóley hefur haldið aðfangadag með stórfjölskyldunni heima síðan börnin fæddust þar sem hún gerir stóran bleikan fiskiforrétt og bóndinn eldar appelsínuönd og kræsingar. Hlynur fer í dýrindis mat til mömmu og pabba þar sem fjölskyldan hittist og klassískur hamborgarhryggur og kalkúnn er á boðstólum.

Hver er besta jólagjöfin sem þið hafið fengið til þessa?

„Þegar maðurinn minn skellti sér á skeljarnar á aðfangadag fyrir framan jólatréð,“ segir Sóley og skellir upp úr.

„Heimasmíðað listaverk frá dóttur minni stendur upp úr,“ segir Hlynur.

Hvað er á óskalistanum fyrir jólin?

„Upplifanir slá alltaf í gegn því þá er maður að skapa skemmtilegar minningar sem skilja svo mikið eftir sig. Það eru líka gjafir sem eru góðar fyrir umhverfið,“ segja þau.

Spurð um besta kokteilinn fyrir hann og hana um jólin nefna þau Balck Label Sour-jólakokteilinn að hætti Hlyns fyrir hann og Grand Sidecar-jólaútgáfu að hætti Sóleyjar fyrir hana.

Mæla með góðum kokteilbörum

Sóley og Hlynur mæla einnig með að fara á góðan kokteilbar og fá sér drykki sem maður gerir ekki heima hjá sér.

„Héðinn veitingastaður er með kraftútgáfu af Grand Sidecar þar sem Alana yfirbarþjónn hefur þvegið koníakið í andafitu og setur sitt meistarayfirbragð á drykkinn. Þar er einnig hægt að fá frábæran Vetrar-Cosmo með Grand Marnier núna fyrir jólin.“

Hvað er það besta við jólin?

„Það eru allar skemmtilegu hefðirnar, samveran og huggulegheitin. Þetta er dimmasti tíminn og maður er þakklátur fyrir öll jólaljósin og birtuna sem fylgja jólunum en svo er líka gaman að þá tekur daginn að lengja.“

Með hvaða tónlist mælið þið með þessum drykkjum?

„Laddi kemur með jólin,“ segir Hlynur og bætur við: „Skrámur skrifar jólasveininum er spilað allan daginn.“

Sóley er öllu hástemmdari og hlustar mikið á jólaóratoríuna eftir Bach að eigin sögn.

„Svo get ég mælt með frábærum jólalista með Krafti sem hægt er að spila öll jólin og hefur fengið mikið hrós! Þetta eru rúmlega 26 klukkustundir af frábærum jólalögum og heitir Jólatónar með Dj Sóley og Krafti á Spotify-rásinni kraftur_cancer.“

Hvaða ráð eigið þið fyrir fólk sem langar að verða betra í að gera drykki um jólin?

„Um leið og við óskum öllum gleðilegra jóla viljum við benda á síðuna www.drekkumbetur.is en þar er bæði fróðleikur og fullt af kokteiluppskriftum, en við erum dugleg að setja inn nýja og spennandi kokteila. Að lokum viljum við benda á mikilvægi þess að huga að góðri heilsu og vera alltaf með vatnsglas eða óáfengt við hönd þegar drukkið er áfengi því við erum að skála til að njóta og viljum alltaf eiga gleðilegar minningar.“

Black Label Sour jólakokteill að hætti Hlyns

45 ml Johnnie Walker Black Label 12 ára

30 ml ferskur sítrónusafi

30 ml sykursíróp

1 eggjahvíta

eða 1,5x teskeið *Aquafaba (vegan)

skvetta Angostura bitter

sítrónubörkur.

Aðferð Setjið Black Label, sítrónusafann, sykurinn og eggjahvítuna í hristara og hristið vel án klaka (þetta kallast dry-shake eða þurrhristing).

Opnið hristarann, fyllið af klaka og hristið aftur vel. Síið klakana frá, hellið yfir í lágt glas fullt af klökum og munið að notast við fínt sigti. Skreytið með sítrónuberki og skvettu af angostura bitter.

*Aquafaba er safinn af kjúklingabaunum sem freyðir og gefur áferð líkt og eggjahvíta.

Grand Sidecar

jólakokteill að hætti Sóleyjar

50 ml Grand Marnier

15 ml Hennessy VS koníak eða brandí

15 ml ferskur sítrónusafi

Börkur af appelsínu til skrauts ásamt negulnagla.

Aðferð Setjið Grand Marnier, koníak og ferskan sítrónusafa í kokteilhristara. Bætið við klaka og hristið vel þar til hristarinn er orðinn ískaldur. Síið í fallegt glas, snúið upp á appelsínubörk með negulnagla fyrir skraut og berið fram.

mbl.is