Stjörnurnar sem skelltu sér til Tenerife

Frægir ferðast | 31. desember 2021

Stjörnurnar sem skelltu sér til Tenerife

Íslendingar fjölmenntu til Tenerife árið 2021. Árstíðin virðist ekki hafa skipt máli, alltaf mátti heyra íslensku við gosbrunninn á Tenerife. Hverjir fóru ekki til Tene væri réttast að spyrja! Hér gefur að líta nokkrar stjörnur sem skelltu sér til Tenerife í ár. 

Stjörnurnar sem skelltu sér til Tenerife

Frægir ferðast | 31. desember 2021

Íslendingar skelltu sér til Tenerife árið 2021 og skrásettu á …
Íslendingar skelltu sér til Tenerife árið 2021 og skrásettu á Instagram. Samsett mynd

Íslendingar fjölmenntu til Tenerife árið 2021. Árstíðin virðist ekki hafa skipt máli, alltaf mátti heyra íslensku við gosbrunninn á Tenerife. Hverjir fóru ekki til Tene væri réttast að spyrja! Hér gefur að líta nokkrar stjörnur sem skelltu sér til Tenerife í ár. 

Íslendingar fjölmenntu til Tenerife árið 2021. Árstíðin virðist ekki hafa skipt máli, alltaf mátti heyra íslensku við gosbrunninn á Tenerife. Hverjir fóru ekki til Tene væri réttast að spyrja! Hér gefur að líta nokkrar stjörnur sem skelltu sér til Tenerife í ár. 

Rúrik Gíslason

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason skellti til Tenerife í sumar. Rúrik naut þess að vera í fríi með stórfjölskyldunni. 

Manuela Ósk og Eiður

Athafnakonan Manu­ela Ósk Harðardótt­ir og kvik­mynda­fram­leiðand­inn Eiður Birg­is­son skelltu sér til Tenerife í sumar. 

Guðrún Veiga og fjölskylda

Mann- og förðun­ar­fræðing­ur­inn Guðrún Veiga Guðmunds­dótt­ir lét fara vel um sig á paradísareyjunni í nóvember. 

View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

Kristín Pétursdóttir 

Leik­kon­an og áhrifa­vald­ur­inn Krist­ín Pét­urs­dótt­ir gerði vel við sig á Tenerife í byrjun nóvember. 

Lína Birgitta og Gummi kíró

At­hafna­kon­an og áhrifa­vald­ur­inn Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og kær­asti henn­ar, kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Páls­son, skruppu í sólina í byrjun nóvember. Þau fóru einnig til Tenerife í ágúst.

Margrét Erla og Tommi Steindórs

Tóm­as Stein­dórs­son fór til Tenerife í fyrsta skipti í sumar og kunni vel við sig. Var þetta í fyrsta sinn sem Tómas fór á sólarströnd á fullorðinsárum. Hann var staddur á eyjunni grænu með kærustu sinni, fjöllistakonunni Margréti Erlu Maack, og dóttur þeirra. 

Birgitta Líf 

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir hélt upp á jólin á Tenerife. Hún var líka á Tenerife í október þar sem hún gerði vel við sig. 

Siggi Hlö

Útvarps­maður­inn Sig­urður Hlöðvers­son, eða Siggi Hlö eins og hann er oft­ast kallaður, var á Tenerife á aðfangadag. Aðfangadagskvöld breyttist óvænt hjá Sigga en það kviknaði í veitingastaðnum sem hann átti pantað borð á. 

Siggi Hlö.
Siggi Hlö. Morgunblaðið/RAX

Fanney Ingvars og Teitur

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, áhrifa­vald­ur og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, fór í haustfrí með sambýlismanni sínum og börnum til Tenerife. 



mbl.is