Hætti óvart  að drekka og líður betur

Edrúland | 1. janúar 2022

Hætti að drekka óvart og líður betur

Í lok des­em­ber var eitt ár síðan Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir fékk sér síðast áfengi. Hún hætti eig­in­lega að drekka óvart. Hún seg­ir líf án áfeng­is betra, hún græðir meiri tíma eins og til dæmis með börn­un­um sín­um og er á betri stað til þess að tak­ast á við alls kyns áskor­an­ir sem lífið býður upp á.

Hætti að drekka óvart og líður betur

Edrúland | 1. janúar 2022

Sylvía Briem Friðjónsdóttir hætti að drekka áfengi í desember árið …
Sylvía Briem Friðjónsdóttir hætti að drekka áfengi í desember árið 2021. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Í lok des­em­ber var eitt ár síðan Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir fékk sér síðast áfengi. Hún hætti eig­in­lega að drekka óvart. Hún seg­ir líf án áfeng­is betra, hún græðir meiri tíma eins og til dæmis með börn­un­um sín­um og er á betri stað til þess að tak­ast á við alls kyns áskor­an­ir sem lífið býður upp á.

Í lok des­em­ber var eitt ár síðan Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir fékk sér síðast áfengi. Hún hætti eig­in­lega að drekka óvart. Hún seg­ir líf án áfeng­is betra, hún græðir meiri tíma eins og til dæmis með börn­un­um sín­um og er á betri stað til þess að tak­ast á við alls kyns áskor­an­ir sem lífið býður upp á.

„Ég hef drukkið mjög lítið frá því að ég byrjaði að drekka áfengi, kannski nokkrum sinnum á ári við vel valin tækifæri. Ég byrjaði að drekka af því að það voru all­ir að því. Ég held að það sé gott fyr­ir mann að meta fyr­ir sig hvort þetta er eitt­hvað sem mann lang­ar að gera eða ekki,“ seg­ir Sylvía um áfeng­isneyslu sína áður en hún tók pásu.

Sylvía hafði ný­lokið áfanga í sálfræði um taugakerfið þegar hún sá hvað áfengi hefur mikil áhrif á það. Í áfang­an­um lærði hún að með áfeng­is­drykkju sprautast streitu­horm­ón út í líkamann. Fólk get­ur verið mis­jafn­lega aumt eft­ir drykkj­una og mis­lengi að jafna sig.

Byrjaði árið 2021 fersk

„Ég fékk mér rauðvíns­glas fyr­ir ári í bú­stað með vin­um. Ég vaknaði smá aum þarna 28. des­em­ber. Ekki af því að ég væri rosa­lega þunn, heldur kemur bara svona þreyta og slen í mann,“ seg­ir Sylvía sem spyr hvort það sé þess virði að verða svona aumur eft­ir eitt rauðvíns­glas. „Ég er líka dugleg að lesa í sjálfa mig og hvað líkami minn þarf, það krefst æfingar en þetta ættu allir að gera til þess að lifa við sem besta heilsu og afreka sem mest fyrir sig.“

Ofan í þreyt­una sem fylgdi rauðvíns­glas­inu fékk Sylvía flensu og sleppti því að fá sér vín um ára­mót­in. „Ég byrjaði nýtt ár ótrú­lega fersk, var ekki búin að fá mér í glas. Það eru algjör forréttindi að vakna ferskur, vera orkumikill og byrja árið á þeim forsendum. Fyrsti dagur ársins varð innihaldsríkari og ég fann hvað árið byrjaði vel. Mér leið vel og átti yndislegar stundir með strákunum mínum, maður er bara meira á staðnum og kann að meta betur alla litlu hlutina.“

Sylvíu líður vel þegar hún nær að halda rútínu.
Sylvíu líður vel þegar hún nær að halda rútínu. Ljósmynd/Aðsend

Í fe­brú­ar fór Sylvía með mann­in­um sín­um á hót­el þar sem þau ákváðu að sleppa því að fá sér rauðvín með matn­um. „Ég sá að það var fullt af fólki við hliðina á okk­ur sem átti ótrú­lega skemmti­legt djamm á hót­el­inu. Við maðurinn minn elskuðum að skála í óáfengu og spila saman. Við vöknuð­um svo dagi­nn eft­ir og nut­um þess að borða morg­un­mat­inn á hót­el­inu, ég naut þess að vera fersk. Ég sá svo sama fólk frá kvöld­inu áður, einn hljóp fram til að æla og ann­ar gat varla borðað morg­un­mat­inn. Þetta er svo mikið merki um það að maður er til­bú­inn til að misþyrma sér fyr­ir eitt­hvert stund­argam­an. Í staðinn fyr­ir að læra að hafa gam­an án þess.“

Alltaf gaman að vera edrú

Sylvía bend­ir á að þótt fólk drekki bara einn og einn dag sé það oft þreytt í nokkra daga á eft­ir og tauga­kerfið ekki eins og það á að vera.

„Ég var alltaf að bíða eft­ir degi þar sem ég væri tilbúin að fórna orkunni fyrir stundargleði. Svo fór ég í nokk­ur brúðkaup og gæs­an­ir og alltaf jafn gam­an, mig langaði bara í óá­fengt. Ég sleppti bara fram af mér beisl­inu þótt ég væri blá­edrú. Ég viðurkenni alveg að þetta þarf að komast upp í vana, en það gerist fljótt eins og að mæta á æfingu, maður myndar þol og þetta verður alltaf auðveldara og auðveldara,“ segir hún. 

„Fólki finnst það erfiðara þegar það er ekki að drekka áfengi, ég held að þetta sé bara vani, það tók mig nokk­ur skipti. Ég hef tekið ár­spásu áður, þá fannst mér þetta erfiðara. Áfengi losar um ákveðnar höml­ur og ger­ir fólk kæru­laust. Ég held að fólk sé hrætt um að því verði hafnað ef það er ekki hress­asta mann­eskj­an á svæðinu,“ seg­ir Sylvía. Hún seg­ir gam­an að dansa eins og vit­leys­ing­ur með vin­um sín­um, en það gerðist ekki strax heldur kom með tímanum. Það er líka svo gaman að vakna ferskur með börn­un­um sín­um og halda rútínu.

Er stærri í sér ef eitthvað er

Tími er meðal þess sem Sylvía hef­ur öðlast á árinu 2021. Hún hef­ur einnig safnað betri og fal­legri minn­ing­um sem og fengið mikla orku til þess að fram­kvæma góðar hug­mynd­ir og verk­efni. „Ég er óhrædd­ari að taka áskor­un­um. Fólk kannast kannski við það að verða stressaðra fyrir verkefnum komandi viku sem það myndi vanalega ekki vera stressað fyrir þegar það er búið að drekka áfengi og oft þarf bara eitt glas. Ég finn bara að án áfengis er ég með sterkara toppstykki og taugakerfi sem gerir að verkum að ég hoppa á stærri tækifæri eða bý mér þau til. Ég myndi segja að ég væri ekki lítil í mér, ég væri stærri í mér.“

Finn­ur þú fyr­ir minni kvíða?

„Klár­lega. Ég var að fá svona kvíða og stress fyr­ir verk­efn­um sem ég var að fara í. Ég er að þjálfa rosa mikið af fólki, stjórn­end­ur, fullorðna og börn. Ég vildi að topp­stykkið mitt væri upp á sitt besta. Ég vildi ekki mæta lít­il í mér að rífa fólk í gang eða bara þegar ég er að mæta á þunga fundi. Mér fannst það ekki þess virði að vera með kvíða nokkra daga á und­an þó svo það hefði ekki verið neitt af­ger­andi þannig að ég gæti ekki staðið upp, það er meira bara þessi ónot sem maður finn­ur fyr­ir. Ef ég get verið laus við ónotin og afrekað meira, af hverju ætti ég ekki að gera það?“

Áfengisneysla passar ekki lífstíl Sylvíu.
Áfengisneysla passar ekki lífstíl Sylvíu. Ljósmynd/Aðsend

Það má byrja aftur

Sylvía tek­ur ekki fyr­ir að fá sér vín aft­ur en ætl­ar að halda áfram á þess­ari braut þangað til að þörf­in kem­ur aft­ur.

„Á meðan ég er að gera alls kon­ar og halda alltof mörg­um bolt­um á lofti pass­ar það ekki lífsstíln­um mín­um að blanda áfengi við hann. En kannski ein­hvern tím­ann seinna fæ ég mér rauðvíns­glas með pítsunni af því mér finnst rauðvín gott og bjór er oft góður. Svo er annað að óá­fengi markaður­inn er að stækka. Ég og maður­inn minn byrjuðum að selja óá­fenga vínið Töst í maí. Óáfengi markaður­inn er orðinn svo flott­ur og flór­an skemmti­leg. Ég er alltaf með í par­tí­inu Töst í glasi eða óáfengan bjór. Ég þarf ekki að vera eins og ég sé ekki með,“ segir Sylvía. 

„Mér finnst líka að það eigi ekki að vera tiltökumál að drekka ekki kannski í fimm ár og fá sér svo rauðvínsglas eitt kvöld og hætta svo aftur í tvö ár. Mér finnst bara að það eigi ekki að vera undantekningin að við fáum okkur ekki í glas.“

Sylvía hvet­ur fólk sem lang­ar að setja tapp­ann í flösk­una til að prófa það, það sé þess virði. Hún bend­ir einnig á að fólk sem höndl­ar áfengi get­i alltaf byrjað aft­ur. „Það þarf ekki að vera annaðhvort eða. Þetta er ekki svona svart og hvítt,“ seg­ir Sylvía sem ætl­ar að vakn­ar fersk á ný­árs­­morg­un.

mbl.is