Stór bruni í Úlfarsárdal og útköll á fimmta tug

Áramót | 1. janúar 2022

Stór bruni í Úlfarsárdal og útköll á fimmta tug

Útköll vegna gróðurelda og annars eru komin á fimmta tug hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Stór bruni í Úlfarsárdal og útköll á fimmta tug

Áramót | 1. janúar 2022

Unnið er að því að ráða niðurlögum eldsins í Úlfarsárdal.
Unnið er að því að ráða niðurlögum eldsins í Úlfarsárdal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útköll vegna gróðurelda og annars eru komin á fimmta tug hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Útköll vegna gróðurelda og annars eru komin á fimmta tug hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Stór sinubruni er nú í Úlfarsárdal sem sést víða að. 

Þá hafa slökkvilið á Selfossi og Akranesi barist við sinuelda í kvöld. Einstaklega þurrt hefur verið á suðvesturhorni landsins og biðja slökkvilið fólk að fara varlega við meðferð elds og við að skjóta upp flugeldum.

Varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir bókstaflega brjálað að gera hjá sínu liði. Auk þess barst útkall þegar eldur kom upp í þaki á íbúðarhúsi við Kirkjusand um miðnætti. Vel tókst að slökkva eldinn.

Frá sinubruna í Úlfarsárdal.
Frá sinubruna í Úlfarsárdal. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is