Tólf fengu fálkaorðuna í dag

Áramót | 1. janúar 2022

Tólf fengu fálkaorðuna í dag

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Tólf fengu fálkaorðuna í dag

Áramót | 1. janúar 2022

Hátíðleg athöfn var á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2022.
Hátíðleg athöfn var á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2022.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Á nýliðnu ári var öld liðin frá því að stofnað var til hinnar íslensku fálkaorðu, í Íslandsheimsókn Kristjáns X., konungs Íslands og Danmerkur, og Alexandrine drottningar. Hinn 3. júlí 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun orðunnar og var hún þá veitt í fyrsta sinn.

Nú er í gildi forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að innlenda menn eða erlenda megi sæma orðunni fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi.

Orðuband nú hið sama óháð kyni

Sú breyting hefur nú verið gerð að orðuband við riddarakross og stórriddarakross orðunnar er hið sama, óháð kyni, og var tillaga forseta Íslands þess efnis samþykkt á fundi orðunefndar hinn 5. desember 2021. Fram til þessa hafa konur borið riddarakross eða stórriddarakross í slaufu, en karlar í borða.

Forseti Íslands veitir fálkaorðuna tvisvar á ári, á nýársdag og 17. júní. Þeir sem sæmdir voru fálkaorðunni í dag eru eftirfarandi:

1. Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir störf á sviði jarðvísinda og loftslagsrannsókna.

2. Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar.

3. Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra bókmennta.

4. Haraldur Ingi Þorleifsson frumkvöðull, Reykjavík, fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála.

5. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir menntunarfræðingur, Flateyri, fyrir framlag til menntamála og menningarmála í héraði.

Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, hlaut orðuna fyrir brautryðjendastörf á sviði …
Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, hlaut orðuna fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, hlaut orðuna fyrir störf á sviði …
Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, hlaut orðuna fyrir störf á sviði jarðvísinda og loftslagsrannsókna. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon

6. Katrín Fjeldsted heimilislæknir, Reykjavík, fyrir framlag til heilbrigðis- og félagsmála auk starfa í opinbera þágu.

7. Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar.

8. Ólafía Jakobsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði.

9. Sigurður Flosason, hljóðfæraleikari og tónskáld, Reykjavík, fyrir framlag til djasstónlistar og störf á vettvangi tónlistarmenntunar.

10. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur og prófessor emeritus, Kópavogi, fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða.

11. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu.

12. Trausti Valsson, prófessor emeritus, Reykjavík, fyrir framlag til skipulagsfræða og samfélagsumræðu.

Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, hlaut orðuna fyrir framlag til …
Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, hlaut orðuna fyrir framlag til íslenskra bókmennta. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, hlaut orðuna fyrir störf á …
Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, hlaut orðuna fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
mbl.is