Þessir græddu milljónir og létu drauma rætast

Áramót | 6. janúar 2022

Þessir græddu milljónir og létu drauma rætast

Það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið neitt að frétta 2021. Eitt af þeim málum sem var mikið í fréttum á árinu var vefsiðan Onlyfans. Fjölmargir Íslendingar sáu sæng sína útreidda og græddu peninga á því að selja aðgang að erótísku efni. Svo voru aðrir sem kláruðu háskólanám eða fengu spennandi starf. 

Þessir græddu milljónir og létu drauma rætast

Áramót | 6. janúar 2022

Það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið neitt að frétta 2021. Eitt af þeim málum sem var mikið í fréttum á árinu var vefsiðan Onlyfans. Fjölmargir Íslendingar sáu sæng sína útreidda og græddu peninga á því að selja aðgang að erótísku efni. Svo voru aðrir sem kláruðu háskólanám eða fengu spennandi starf. 

Það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið neitt að frétta 2021. Eitt af þeim málum sem var mikið í fréttum á árinu var vefsiðan Onlyfans. Fjölmargir Íslendingar sáu sæng sína útreidda og græddu peninga á því að selja aðgang að erótísku efni. Svo voru aðrir sem kláruðu háskólanám eða fengu spennandi starf. 

Klara Sif Magnúsdóttir.
Klara Sif Magnúsdóttir. Screenshot/Instagram

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Smartland greindi frá því að Klara Sif Magnúsdóttir hefði grætt 15 milljónir eftir að hún hóf að birta djarfar myndir af sér á Onlyfans. 

„Ég bjóst ekki við því að græða svona mikið á neinu. Ég bjó til Onlyfans-aðgang í fyrra í ágúst. Ég er þannig dýpa að ég nenni aldrei að vera í neinum feluleik svo ég póstaði þessu á Instagram,“ sagði Klara í viðtali á árinu. 

Sigrún Guðjónsdóttir.
Sigrún Guðjónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mér fannst frábært að vera rekin

Sigrún Guðjónsdóttir var í fréttum á árinu en í viðtali við tímarit Smartlands sagði hún frá því hvernig hún hefði náð að hjálpa konum um allan heim að láta drauma sína rætast. Sigrún er hámenntuð og segir að konur þurfi að hugsa meira um veltutölur. 

„Það kostar að hafa áhrif og breyta heiminum og konur eru betri í því að láta peninga gera góða hluti. Ég hef haft yfir milljarð í tekjur á sjö árum. Ég býst við yfir milljarði í tekjur á þessu ári. Ég er ekki að afla tekna til að sitja á peningum heldur til að hafa áhrif og breyta heiminum, á sama tíma mun ég auðvitað láta drauma mína rætast,“ sagði Sigrún í viðtali við Smartland. 

Missti stjórn á neyslunni og snéri við blaðinu

Dagbjört Rúriksdóttir tónlistarmaður og fyrrverandi fegurðardrottning var töluvert í fréttum á árinu. Hún sagði við því í viðtali við Smartland að hún notaði neyslusöguna sína til þess að fá innblástur á tónlistarsviðinu. 

„Ég gafst upp eftir að ég hafði misst stjórn á neyslunni um helgar og lífið snérist bara um að vinna fyrir helginni, klára mig þá og bíða svo eftir næsta „viðeigandi“ tækifæri til að gleyma aftur. Þetta hefur verið alls konar og ég hef klárlega ekki hætt að gera mistök eða sýnt fram á mikinn breyskleika en í fyrsat sinn á ævi minni er ég meðvituð um það og hef þar af leiðandi tækifæri til að gera betur og betur á hverjum degi,“ sagði Dagbjört. 

Sunneva útskrifaðist 

Áhrifavaldurinn og viðskiptafræðingurinn, Sunneva Eir Einarsdóttir, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur í sumar. Hún kláraði BS-gráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Í viðtali við Smartland sagði hún frá því að ritgerðin hennar hafi fjallað um hlaðvörp sem markaðstól. 

Sverrir Bergmann.
Sverrir Bergmann. mbl/ Eggert Jóhannesson

Sverrir Bergmann orðinn stærðfræðikennari 

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann stækkaði lífið á árinu með því að gerast stærðfræðikennari við Menntaskólann Ásbrú. Hann er reyndar bara í 50% starfi og sagði hann að þetta passaði vel með öðru sem hann væri að gera. 

Ingunn Agnes Kró dúxaði.
Ingunn Agnes Kró dúxaði.

Ingunn Agnes dúxaði

Ingunn Agnes Kro komst í fréttir á árinu þegar hún dúxaði í MBA námi við Háskóla Íslands. 

„Ég held utan um eignarhaldsfélög í eigu 14 lífeyrissjóða, Jarðvarma, sem á helmingshlut í HS Orku. Þá sit ég í stjórn HS Orku, Iceland Seafood International, Sjóvár, framtakssjóðins Freyju og Votlendissjóðs,“ sagði hún í viðtali á Smartlandi. 

Hvernig var að dúxa?

„Það var mjög gaman að dúxa. Ég hef reyndar dúxað áður og fengið ýmis verðlaun fyrir námsárangur, bæði við Verzlunarskólann og lagadeild Háskóla Íslands. 

Kristín Hildur Ragnarsdóttir.
Kristín Hildur Ragnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Konur hræddari við að tapa peningum

Hagfræðingurinn Kristín Hildur Ragnarsdóttir fjármálahagfræðingur sagði frá því í viðtali á Smartlandi hvernig hún byrjaði að fjárfesta þegar hún var í kringum 25 ára aldur. Hún gekk til liðs við Fortuna Invest fyrr á þessu ári og hefur Instagram-reikningur þeirra verið vinsæll. 

„Ég byrjaði mína fjárfestingavegferð ekki fyrr en ég var 25 ára og ég hefði viljað að hún hefði byrjað miklu fyrr. Fram að því hafði ég verið með peningana mína inni á bankabók þar sem þeir tapa verðgildi sínu út af neikvæðum raunvöxtum, sem eru vegna verðbólgu. Síðan fór ég að gera mér grein fyrir að flestir sem ég þekki sem voru að fjárfesta eða þekktu eitthvað til í geiranum voru aðallega karlkyns,“ sagði Hildur. 

Fortuna Invest: Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur …
Fortuna Invest: Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir.
mbl.is