Tvö þúsund mótmælendur handteknir

Óeirðir í Kasakstan | 6. janúar 2022

Tvö þúsund mótmælendur handteknir

Lögreglan í stærstu borg Kasakstan, Almaty, segist hafa handtekið um tvö þúsund manns í tengslum við mikil mótmæli gegn ríkisstjórninni.

Tvö þúsund mótmælendur handteknir

Óeirðir í Kasakstan | 6. janúar 2022

Mótmælendur í átökum við öryggissveitir.
Mótmælendur í átökum við öryggissveitir. AFP

Lögreglan í stærstu borg Kasakstan, Almaty, segist hafa handtekið um tvö þúsund manns í tengslum við mikil mótmæli gegn ríkisstjórninni.

Lögreglan í stærstu borg Kasakstan, Almaty, segist hafa handtekið um tvö þúsund manns í tengslum við mikil mótmæli gegn ríkisstjórninni.

„Lögreglan í Almaty er byrjuð að hreinsa göturnar...Samtals hafa um 2.000 manns verið handteknir,“ sagði i tilkynningu frá innanríkisráðuneyti landsins.

Tólf úr öryggisveitum landsins eru látnir, þar af fannst einn, höfuðlaus, og 353 hafa særst í mótmælunum í Kasakastan.

Rússneskur skriðdreki skömmu áður en flytja átti hann til Kasakstan.
Rússneskur skriðdreki skömmu áður en flytja átti hann til Kasakstan. AFP

Fyrr í morgun greindi lögreglan í landinu frá því að tugir mótmælenda hafi verið drepnir er þeir reyndu að komast inn í byggingar stjórnvalda.

Talsmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði þarlend stjórnvöld vonast eftir því að ofbeldið hætti í Kasakstan og að friðsamleg lausn finnist á vandanum.

mbl.is