Vita ekki hvort bekkjarfélaginn sé bólusettur

Bólusetningar við Covid-19 | 6. janúar 2022

Vita ekki hvort bekkjarfélaginn sé bólusettur

Gert er ráð fyrir að um 10 til 13 þúsund börn á aldrinum 5 til 11 ára verði bólusett í Laugardalshöll í næstu viku, eða um 60 til 70 prósent barna í þessum aldurshópi sem eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vita ekki hvort bekkjarfélaginn sé bólusettur

Bólusetningar við Covid-19 | 6. janúar 2022

Óskar gerir ráð fyrir að langflest börn á aldrinum 5 …
Óskar gerir ráð fyrir að langflest börn á aldrinum 5 til 11 ára verði bólusett í næstu viku. Ljósmynd/Almannavarnir

Gert er ráð fyrir að um 10 til 13 þúsund börn á aldrinum 5 til 11 ára verði bólusett í Laugardalshöll í næstu viku, eða um 60 til 70 prósent barna í þessum aldurshópi sem eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Gert er ráð fyrir að um 10 til 13 þúsund börn á aldrinum 5 til 11 ára verði bólusett í Laugardalshöll í næstu viku, eða um 60 til 70 prósent barna í þessum aldurshópi sem eru búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir ekkert benda til annars en að það gangi eftir að bólusetja öll börn á aldrinum 5 til 11 ára sem foreldrar vilja að fái bólusetningu í næstu viku, þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að bólusetja í Laugardalshöll frekar en í grunnskólum vegna manneklu.

„Við komumst með þessum hætti af með aðeins færri starfsmenn heldur en að vera að keyra á milli staða og flytja efni hingað og þangað. Þarna erum við með allt á einum stað,“ útskýrir Óskar, en í fyrradag voru um 10 prósent starfsmanna heilsugæslunnar frá vinnu. Helmingur þeirra annað hvort í einangrun eða í sóttkví.

Tekið á móti börnum með öðrum hætti

Foreldrar munu fá boð um bólusetningu fyrir börn sín á morgun, 7. janúar, og mánudaginn 10. janúar  verður byrjað að bólusetja. Bólusett verður á milli klukkan 12 og 18.

„Við eigum von á því að taka inn færri í einu og tökum þetta á stærra plássi. Þetta er svona barnvænna. Við getum ekki gert þetta jafn hratt og með fullorðna, krakkarnir þurfa smá rólegheit. Þá er tekið á móti þeim með öðrum hætti, eins og maður gerir með börn. Eins og er auðvelt að gera í skólum þar sem þau þekkja umhverfi sitt, en þarna er þetta allt í lagi,“ segir Óskar og vísar til Laugardalshallarinnar. „Þetta er plan B, en það væri betra að vera í skólunum. Samt held ég að þetta sé algjörlega fullnægjandi eins og við erum búin að setja þetta upp.“

Þá sé það ákveðinn kostur að ekki þurfa að gefa eins mikið frí í skólunum eins og stóð til að þyrfti ef bólusett yrði þar.

Vel gætt að persónuvernd

Hann segir vel gætt að persónuvernd barna og að heilu bekkirnir verði ekki boðaðir á sama tíma.

„Systemið er sett upp þannig að krakkarnir geta ekki vitað hvort bekkjarfélaginn fór eða ekki. Það er hrært í þessu öllu til að tryggja að fólk viti ekkert. Það var ósk frá umboðsmanni barna og fleirum.“

mbl.is