Foreldrar verði að vera meðvitaðir um eigin kvíða

Bólusetningar við Covid-19 | 7. janúar 2022

Foreldrar verði að vera meðvitaðir um eigin kvíða

Þrír sálfræðingar á Litlu kvíðameðferðarstöðinni tóku sig saman í gær og skrifuðu niður nokkur ráð fyrir foreldra barna sem ætla að þiggja bólusetningu við Covid. Þau vildu gefa foreldrum tól og tæki til auðvelda þeim að ræða bólusetninguna við börnin og draga þannig úr óvissunni sem fylgir, en bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í næstu viku.

Foreldrar verði að vera meðvitaðir um eigin kvíða

Bólusetningar við Covid-19 | 7. janúar 2022

Sturla Brynjólfsson, Nína Björg Arnarsdóttir og Katrín Mjöll Halldórsdóttir gefa …
Sturla Brynjólfsson, Nína Björg Arnarsdóttir og Katrín Mjöll Halldórsdóttir gefa foreldrum góð ráð. Ljósmynd/Aðsend

Þrír sálfræðingar á Litlu kvíðameðferðarstöðinni tóku sig saman í gær og skrifuðu niður nokkur ráð fyrir foreldra barna sem ætla að þiggja bólusetningu við Covid. Þau vildu gefa foreldrum tól og tæki til auðvelda þeim að ræða bólusetninguna við börnin og draga þannig úr óvissunni sem fylgir, en bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í næstu viku.

Þrír sálfræðingar á Litlu kvíðameðferðarstöðinni tóku sig saman í gær og skrifuðu niður nokkur ráð fyrir foreldra barna sem ætla að þiggja bólusetningu við Covid. Þau vildu gefa foreldrum tól og tæki til auðvelda þeim að ræða bólusetninguna við börnin og draga þannig úr óvissunni sem fylgir, en bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í næstu viku.

Mikilvægt sé að undirbúa börnin rétt, án þess að vekja hjá þeim kvíða. Þá sé ekki síður mikilvægt fyrir foreldra að vera meðvitaða um eigin kvíða gagnvart bólusetningu barna sinna og standa með þeirri ákvörðun sem þeir taka. Ráðin birtust í skoðanapistli á Vísir.is.

„Við erum ekki að taka afstöðu með því hvort fólk eigi að bólusetja börnin sín eða ekki, þetta eru bara ráð til foreldra sem hafa tekið ákvörðun um að bólusetja börn sín,“ segir Katrín Mjöll Halldórsdóttir, sálfræðingur á Litlu kvíðameðferðarstöðinni og ein þeirra sem skrifaði ráðin, í samtali við mbl.is. Kollegar hennar eru Nína Björg Arnarsdóttir og Sturla Brynjólfsson, en þau halda líka saman úti hlaðvarpinu Kvíðakastið.

Mikilvægt að skoða eigin viðhorf fyrst

„Okkur fullorðna fólkinu fannst mörgum erfitt að fara í Laugardalshöll því þetta er alveg inngrip, en það er mikilvægt að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, bakrunni þeirra, hvaðan er fólk að koma og svo verður hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig.“

Katrín segir mikilvægt þegar foreldrar eru að taka ákvörðun um hvort eigi að bólusetja börn eða ekki, að muna að hægt er að nálgast allar upplýsingar um bólusetningar og bóluefnið á netinu. Þar sé einnig hægt að finna rök með og á móti þessari ákveðnu bólusetningu.

Eftir að ákvörðun um bólusetningu hafi verð tekin sé mikilvægt fyrir foreldra að skoða jafnframt sín eigin viðhorf áður en byrjað sé að ræða við börnin. Þá sé gott að setjast niður með barninu með góðum fyrirvara svo það fái tíma til að meðtaka þær upplýsingar sem það fær. Helst gera það sem fyrst, þar sem bólusetningar hefjast í næstu viku.

Foreldrar verða að standa með ákvörðun sinni

Katrín segir mjög eðlilegt að foreldrar séu kvíðnir fyrir bólusetningu barna sinna og einna mikilvægast af öllu sé fyrir foreldrana að vera meðvitaða um eigin kvíða.

„Mikilvægast af öllu er að foreldrarnir séu búnir að spá í hvort þeir séu kvíðnir fyrir bólusetningunni. Börnin skoða hvað okkur fullorðna fólkinu finnst og ef við erum stressuð og kvíðin þá verða þau það líka,“ segir Katrín.

„Um leið og foreldri er búið að taka ákvörðun um að fara með barn í bólusetninguna þá þarf að standa með þeirri ákvörðun. Þó kvíðinn hellist yfir þig í röðinni eða þegar þú ert kominn inn í Laugardalshöll, þá ekki hlaupa út heldur standa með sjálfum þér. Líka ef kvíðinn hellist yfir þig sem foreldri að bólusetningu lokinni, ekki þá fara að þráspyrja barnið hvort það finni fyrir einhverjum aukaverkunum eða eitthvað slíkt, því þá erum við að senda skilaboð um að þetta sé eitthvað hættulegt.“

Best sé að segja barninu einfaldlega fyrir bólusetninguna sumir geti fundið fyrir aukaverkunum, telja þær upp og biðja barnið um að láta vita ef það finni fyrir einhverjum óþægindum. Ekki fara að spyrja barnið hvort því sé illt í handleggnum, til dæmis.

„Bara treysta á að sambandið sé gott og að þau muni leita til þín ef þeim líður illa,“ segir Katrín.

Gott að leita til sérfræðings með sprautufælni

Aðspurð hvort barnið sjálft eigi að hafa eitthvað um það að segja hvort það sé bólusett eða ekki, segist Katrín vísa til þess sem komið hefur fram í máli umboðsmanns barna sem ráðleggur að barnið fái að koma að ákvarðanatökunni. 

„Það er gott að barnið upplifi einhverja stjórn í aðstæðunum. Ekki bara að því sé sagt að gera eitthvað og það upplifi eins og verið sé að neyða það í þetta allt saman.“

Ef börn eru að glíma við sprautufælni þá ráðleggur Katrín foreldrum að leita til sérfræðings og fresta mögulega bólusetningunni. Reyna kannski að fá að fara í bólusetningu við rólegri aðstæður eins og á heilsugæslunni.

Mynd/Logi Jes Kristjánsson

Mikilvægt að barnið upplifi aðstæður ekki hættulegar

Á leiðinni í bólusetninguna eða í Laugardalshöllinni þurfi foreldar einnig að hafa í huga hvaða skilaboð þau sendi barninu með bæði líkamstjáningu og orðum. Foreldrar verði að gæta þess að vera ekki stífir eða hughreysta barnið í sífellu.

„Það eru skilaboð um að það sé eitthvað hættulegt í gangi. Þú ert ekkert að hughreysta í sífellu ef þú ert í öruggum aðstæðum. Þetta er oft lúmskt of fólk áttar sig ekki á því.“

Mikilvægt sé að barnið upplifi aðstæðurnar ekki sem hættulegar eða óeðlilegar. Þetta sé bara bólusetning eins og við erum vön að fara í. „Þetta er bara hluti af því sem við gerum, við förum í bólusetningu við allskonar, meðal annars þessu, ef við erum búin að taka ákvörðun að gera það.“

Gefa verðlaun og ræða reynsluna

Þá er gott að ræða um verðlaun fyrirfram og gefa bæði lítil verðlaun eða einhverja umbun strax eftir bólusetninguna og svo kannski stærri verðlaun síðar um daginn eða kvöldið. Katrín segir verðlaunin alls ekki þurfa að vera stór en gott sé að spyrja barnið hvað það vilji fá.

Eftir bólusetninguna getur verið gott að ræða við barnið um reynsluna, en þó alls ekki yfirheyra það strax í bílnum. Gera það frekar þegar kvíðinn og allar þær tilfinningar sem barnið kann að hafa upplifað eru liðnar hjá, eins og til dæmis í rólheitunum við kvöldmatarborðið.

mbl.is