Svipuð atburðarás og var í fyrra

Eldgos í Geldingadölum | 7. janúar 2022

Svipuð atburðarás og var í fyrra

„Ferlið undanfarið hefur verið svipað því sem var áður en gosið hófst 19. mars í fyrra,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, um þróun mála í Geldingadölum. Hann segir að þá hafi jarðskjálftavirkni dottið niður áður en gos hófst. Afmyndun hafi sést á yfirborði og dregið úr henni. Þorvaldur segir að þróunin geti eins orðið í hina áttina.

Svipuð atburðarás og var í fyrra

Eldgos í Geldingadölum | 7. janúar 2022

Enn rýkur úr hrauninu og brennisteinn litar umhverfið umhverfis gíginn …
Enn rýkur úr hrauninu og brennisteinn litar umhverfið umhverfis gíginn sem síðast gaus. mbl.is/Árni Sæberg

„Ferlið undanfarið hefur verið svipað því sem var áður en gosið hófst 19. mars í fyrra,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, um þróun mála í Geldingadölum. Hann segir að þá hafi jarðskjálftavirkni dottið niður áður en gos hófst. Afmyndun hafi sést á yfirborði og dregið úr henni. Þorvaldur segir að þróunin geti eins orðið í hina áttina.

„Ferlið undanfarið hefur verið svipað því sem var áður en gosið hófst 19. mars í fyrra,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, um þróun mála í Geldingadölum. Hann segir að þá hafi jarðskjálftavirkni dottið niður áður en gos hófst. Afmyndun hafi sést á yfirborði og dregið úr henni. Þorvaldur segir að þróunin geti eins orðið í hina áttina.

Nánast engar færslur mælast

Nánast engar færslur hafa mælst á GPS-stöðvunum í grennd við Geldingadali frá 28. desember, að sögn Veðurstofunnar. Enn er töluverð skjálftavirkni á svæðinu en hefur minnkað mikið frá því að skjálftahrina hófst þar 21. desember í tengslum við nýtt kvikuinnskot.

„Líkön benda til að kvikuinnskotið sé u.þ.b. helmingi minna en það sem myndaðist í aðdraganda eldgossins í Geldingadölum eða um 18 milljón rúmmetrar og að toppur þess hafi náð upp á um 1,5 km dýpi,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Samkvæmt líkönum og nýjustu mælingum þykir líklegast að kvikan í innskotinu sé byrjuð að storkna. Því lengra sem líður án breytinga í virkni, þeim mun minni líkur eru á að kvikuinnskotið endi með eldgosi.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is