Tæplega 1.200 útköll á síðasta ári

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. janúar 2022

Tæplega 1.200 útköll á síðasta ári

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fóru í alls 1.196 útköll á síðasta ári, sem telst vera meðalár í ranni þeirra. Á árunum 2005-2020 fóru björgunarsveitir að meðaltali í útkall 1.082 sinnum á ári. Umfangsmestu aðgerðir ársins voru samhliða eldgosinu í Geldingadölum við Grindavík en þar stóðu björgunarsveitir vaktina í 22.000 klukkustundir.

Tæplega 1.200 útköll á síðasta ári

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. janúar 2022

Gosvakt í Geldingadölum var löng og ströng.
Gosvakt í Geldingadölum var löng og ströng. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fóru í alls 1.196 útköll á síðasta ári, sem telst vera meðalár í ranni þeirra. Á árunum 2005-2020 fóru björgunarsveitir að meðaltali í útkall 1.082 sinnum á ári. Umfangsmestu aðgerðir ársins voru samhliða eldgosinu í Geldingadölum við Grindavík en þar stóðu björgunarsveitir vaktina í 22.000 klukkustundir.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fóru í alls 1.196 útköll á síðasta ári, sem telst vera meðalár í ranni þeirra. Á árunum 2005-2020 fóru björgunarsveitir að meðaltali í útkall 1.082 sinnum á ári. Umfangsmestu aðgerðir ársins voru samhliða eldgosinu í Geldingadölum við Grindavík en þar stóðu björgunarsveitir vaktina í 22.000 klukkustundir.

„Öll útköll og verkefni sem björgunarsveitirnar fá skila okkur nýrri þekkingu,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Eftir að hafa sinnt hjálparbeiðnum, farið í leitir eða annað slíkt segir hann algengt að björgunamenn setjist niður og brjóti málin til mergjar. Oft komist fólk að því að betur hefði mátt standa að málum, sem þá sé greint með það fyrir augum að gera betur. Að því leyti sé björgunarsveitastarfið í sífelldri þróun, vinnubrögð og stjórnskipulag.

„Eldgosið í Geldingadölum, þar sem okkar fólk sinnti gæslu og aðstoð, var okkar langstærsta verkefni á síðasta ári. Þar lærðum við margt nýtt til dæmis varðandi gasmengun og hvernig best sé að verjast henni. Á eldgosavaktinni voru björgunarsveitir af öllu landinu, sem var ekkert tiltökumál. Slysavarnafélagið Landsbjörg, með sínum 93 björgunarsveitum, myndar eina sterka og vel agaða sveit sem hefur mikinn þunga þegar stór verkefni koma upp. Þess hefur oft séð stað á síðustu árum,“ segir Guðbrandur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is