Kærunni vísað frá heilbrigðisráðuneytinu

Bólusetningar við Covid-19 | 10. janúar 2022

Kærunni vísað frá heilbrigðisráðuneytinu

Stjórnsýslukærunni sem Sam­tök­in Frelsi og ábyrgð lögðu í síðustu viku fram til heil­brigðisráðuneyt­is­ins vegna skil­yrts markaðsleyf­is bólu­efn­is­ins Com­irnaty, við Covid-19, fyr­ir börn á aldr­in­um 5-11 ára, hefur verið vísað frá ráðuneytinu.

Kærunni vísað frá heilbrigðisráðuneytinu

Bólusetningar við Covid-19 | 10. janúar 2022

Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fór fyr­ir kær­unni.
Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fór fyr­ir kær­unni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnsýslukærunni sem Sam­tök­in Frelsi og ábyrgð lögðu í síðustu viku fram til heil­brigðisráðuneyt­is­ins vegna skil­yrts markaðsleyf­is bólu­efn­is­ins Com­irnaty, við Covid-19, fyr­ir börn á aldr­in­um 5-11 ára, hefur verið vísað frá ráðuneytinu.

Stjórnsýslukærunni sem Sam­tök­in Frelsi og ábyrgð lögðu í síðustu viku fram til heil­brigðisráðuneyt­is­ins vegna skil­yrts markaðsleyf­is bólu­efn­is­ins Com­irnaty, við Covid-19, fyr­ir börn á aldr­in­um 5-11 ára, hefur verið vísað frá ráðuneytinu.

Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fór fyr­ir kær­unni og sam­kvæmt henni var „sú van­ræksla Lyfja­stofn­unn­ar“ að aft­ur­kalla ekki markaðsleyfið skil­yrta kærð.

Kærandi hafi ekki kæruaðild að ákvörðun um afturköllun

Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins segir að það sé mat ráðuneytisins að hvorki sé til að dreifa stjórnvaldsákvörðun í máli sem sé kæranleg til ráðuneytisins né að kærandi hafi slíkra hagsmuna að gæta í tengslum við umrætt bóluefni að hann teljist hafa kæruaðild að ákvörðunum um afturköllun þess.

„Með vísan til framangreinds er það mat ráðuneytisins að kærandi hafi ekki kærurétt á grundvelli 107. gr. lyfjalaga, sbr. 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga. Verður kærunni því vísað frá ráðuneytinu,“ segir í úrskurði.

mbl.is