Mætingin sú besta hingað til

Bólusetningar við Covid-19 | 12. janúar 2022

Mætingin sú besta hingað til

Hátt í 90 prósent mæting var meðal barna á aldrinum fimm til ellefu ára sem boðuð voru í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Mun þetta vera besta mætingarhlutfallið hingað til. Í samtali við mbl.is segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, að dagurinn hafi gengið afar vel.

Mætingin sú besta hingað til

Bólusetningar við Covid-19 | 12. janúar 2022

Bólusetning barna 5-11 ára Laugardalshöll.
Bólusetning barna 5-11 ára Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátt í 90 prósent mæting var meðal barna á aldrinum fimm til ellefu ára sem boðuð voru í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Mun þetta vera besta mætingarhlutfallið hingað til. Í samtali við mbl.is segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, að dagurinn hafi gengið afar vel.

Hátt í 90 prósent mæting var meðal barna á aldrinum fimm til ellefu ára sem boðuð voru í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Mun þetta vera besta mætingarhlutfallið hingað til. Í samtali við mbl.is segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, að dagurinn hafi gengið afar vel.

„Það var 85 prósent mæting í bólusetningu í dag sem er bara æðislegt, það getur verið að einhverjir hafi verið að koma sem voru boðaðir á morgun en miðað við fjöldann sem átti að koma í dag þá eru þetta 85 prósent,“ segir Ragnheiður.

Hún bætir við að einnig hafi gengið vel síðustu tvo daga, en þá hafi verið um 70 prósent mæting.

„Það er bara búið að ganga mjög vel, gengið voða ljúft eins og síðustu daga.“

Yfir 1.200 börn mættu í sýnatöku

Að sögn Ragnheiðar var gríðarlega mikið álag í PCR-sýnatökunni við Suðurlandsbraut í dag þar sem yfir fimm þúsund einstaklingar mættu í sýnatöku og voru þar af yfir 1.200 börn.

„Þetta var svona þrefalt meiri fjöldi en við ráðum við með góðu móti. Þetta var mikil áskorun hjá starfsfólkinu þar í morgun en gekk ótrúlega vel,“ segir Ragnheiður.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í sýnatökum síðustu daga hafa börn undir átta ára aldri verið um 500 til 600 talsins og segir Ragnheiður að það sé hámarksfjöldi sem hægt sé að ráða við á einum degi. Hún segist hafa áhyggjur af því að börnum eigi eftir að fjölga í sýnatöku á næstu dögum vegna fjölda smita í skólum.

„Við ráðum allavega ekki við meiri fjölda en þetta. Þetta var algjört hámark, við erum komin alveg upp í topp,“ segir hún og bætir við að það taki um fimm sinnum lengri tíma að taka sýni úr börnum undir átta ára aldri.

„Þetta er erfitt fyrir börnin, þau eru oft að koma aftur þegar þau eru orðin hvekkt, þau eru búin að prófa þetta, þeim finnst þetta vont.

Það var alveg sér röð fyrir börnin en svo reyndum við, ef það var eitthvað veikt barn eða með hita eða slíkt, að taka þau þá fram fyrir, við vildum alls ekki að veik börn væru í röðinni en hún sem betur fer var ekki löng.“

mbl.is