Trump ræddi bólusetningu og forsetakosningarnar

Bólusetningar við Covid-19 | 12. janúar 2022

Trump ræddi bólusetningu og forsetakosningarnar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, styður að fólk fari í bólusetningu gegn Covid-19 en segir þó að það ætti að vera undir hverjum og einum komið. Þetta kom fram í viðtali NPR sem endaði skyndilega eftir að Trump sagði aftur að svindlað hefði verið í forsetakosningum vestanhafs 2020 þegar Joe Biden var kjörinn forseti.

Trump ræddi bólusetningu og forsetakosningarnar

Bólusetningar við Covid-19 | 12. janúar 2022

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, styður að fólk fari í bólusetningu gegn Covid-19 en segir þó að það ætti að vera undir hverjum og einum komið. Þetta kom fram í viðtali NPR sem endaði skyndilega eftir að Trump sagði aftur að svindlað hefði verið í forsetakosningum vestanhafs 2020 þegar Joe Biden var kjörinn forseti.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, styður að fólk fari í bólusetningu gegn Covid-19 en segir þó að það ætti að vera undir hverjum og einum komið. Þetta kom fram í viðtali NPR sem endaði skyndilega eftir að Trump sagði aftur að svindlað hefði verið í forsetakosningum vestanhafs 2020 þegar Joe Biden var kjörinn forseti.

Trump sagðist í viðtalinu mæla með því að fólk þiggi bólusetningu en sagðist þó mótfallinn því að bólusetning gegn Covid-19 yrði skylda. Bólusetningar yrðu að vera val hvers og eins.

Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú upp tveimur tillögum Biden Bandaríkjaforseta; að skylt verði að sýna fram á bólusetningu við Covid-19 í stærri fyrirtækjum eða reglulega sýnatöku. 

Flestir hafa látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og hefur smitum fjölgað ört með hinu bráðsmitandi Ómíkron-afbrigði sem veldur miklu álagi á sjúkrahúsum.

Spurður um kosningarnar 2020 sagði Trump enn að svindlað hefði verið í þeim en slíkar kenningar hafa verið afsannaðar.

Trump sagði enn fremur að kjósendur hefðu áhyggjur af svipuðu svindli í forsetakosningunum árið 2024. „Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að finna út hvað fór úrskeiðis árið 2020,“ sagði Trump áður en hann lauk viðtalinu.

mbl.is