Endurskoða reglur eftir ásakanir um ofbeldi

MeT­oo - #Ég líka | 13. janúar 2022

Endurskoða reglur eftir ásakanir um ofbeldi

Stjórn Festar endurskoðar nú starfsreglur sínar í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi á hendur fyrrverandi stjórnarformanni þess, Þórði Má Jóhannessyni. Hún telur gildandi reglur veita sér lítið svigrúm til að bregðast við ásökunum sem þessum.

Endurskoða reglur eftir ásakanir um ofbeldi

MeT­oo - #Ég líka | 13. janúar 2022

Þórður Már hætti sem stjórnarformaður í síðustu viku.
Þórður Már hætti sem stjórnarformaður í síðustu viku. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjórn Festar endurskoðar nú starfsreglur sínar í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi á hendur fyrrverandi stjórnarformanni þess, Þórði Má Jóhannessyni. Hún telur gildandi reglur veita sér lítið svigrúm til að bregðast við ásökunum sem þessum.

Stjórn Festar endurskoðar nú starfsreglur sínar í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi á hendur fyrrverandi stjórnarformanni þess, Þórði Má Jóhannessyni. Hún telur gildandi reglur veita sér lítið svigrúm til að bregðast við ásökunum sem þessum.

Þetta segir í tilkynningu frá Festi. 

Þórður Már óskaði eft­ir því að láta af störf­um sem stjórn­ar­maður og um leið sem stjórn­ar­formaður á stjórn­ar­fundi í síðustu viku eftir ásakanir um kynferðislegt ofbeldi. 

Fordæma allt ofbeldi

Í tilkynningu segir að umrætt mál hafi verið litið mjög alvarlegum augum af stjórn Festar frá því hún heyrði af því fyrst. Málið var tekið til skoðunar í samræmi við þau lög, samþykktir og reglur sem stjórninni ber að starfa eftir en innan þess ramma hafði stjórn haft lítið rými til að bregðast við. Því endurskoðar hún nú starfsreglur sínar.

„Markmið þeirrar endurskoðunar er að bæta reglur og gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. 

Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórnendur og starfsmenn félagsins og dótturfélaga sem verða lagðar til grundvallar við endurskoðun á starfsreglum stjórnar. Það er markmið og vilji stjórnar Festi að vera ætíð til fyrirmyndar um góða stjórnarhætti og mun niðurstaða endurskoðunar á starfsreglum stjórnar verða kynntar á aðalfundi 22. mars nk.

Stjórn Festar fordæmir allt ofbeldi og telur mikilvægt að hlustað sé á þolendur. Það er skylda okkar að breytast með samfélaginu og í sameiningu eigum við að búa til öruggara umhverfi fyrir okkur öll,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is