Varðskipið Þór til eftirlitsstarfa eftir viðgerð

Landhelgisgæslan | 13. janúar 2022

Varðskipið Þór til eftirlitsstarfa eftir viðgerð

Viðgerð á varðskipinu Þór er að ljúka. Skipið er orðið útkallshæft og lætur úr höfn í Reykjavík á morgun, föstudag. Viðgerðinni lýkur svo að fullu í næstu viku.

Varðskipið Þór til eftirlitsstarfa eftir viðgerð

Landhelgisgæslan | 13. janúar 2022

Viðhald varðskipsins Þórs tók lengri tíma en upphaflega var áætlað.
Viðhald varðskipsins Þórs tók lengri tíma en upphaflega var áætlað. mbl.is/Árni Sæberg

Viðgerð á varðskipinu Þór er að ljúka. Skipið er orðið útkallshæft og lætur úr höfn í Reykjavík á morgun, föstudag. Viðgerðinni lýkur svo að fullu í næstu viku.

Viðgerð á varðskipinu Þór er að ljúka. Skipið er orðið útkallshæft og lætur úr höfn í Reykjavík á morgun, föstudag. Viðgerðinni lýkur svo að fullu í næstu viku.

Eins og fram hefur komið hér í blaðinu uppgötvaðist vatnsleki í nokkrum strokkum beggja aðalvéla Þórs þegar skipið var í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði seint á síðasta ári. Í kjölfarið var ákveðið að yfirfara vélarnar og standsetja, en Þór er 10 ára gamalt skip. Viðeigandi varahlutir voru pantaðir að utan.

Kostnaður við viðhaldið á Þór er 15-20 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Gæslan ber þann kostnað enda er um hefðbundið viðhald að ræða.

Hið nýja varðskip Freyja hefur verið við eftirlitsstörf á miðunum undanfarið og er væntanlegt til hafnar í Siglufirði síðdegis í dag.

Freyja lagði úr höfn frá Reykjavík hinn 23. nóvember sl. í jómfrúarferð sína. Upphaflega stóð til að Þór leysti Freyju af hólmi 7. desember síðastliðinn, en ekki gat orðið af því vegna þess hve vinnan við Þór dróst á langinn. Úthald Freyju var því mun lengra en upphaflega var ráðgert. Freyja fékk mörg verkefni fyrstu vikurnar. Skipið þurfti m.a. að taka fjögur skip í tog. Það kom sér vissulega vel að Freyja er með mestu dráttargetu íslenskra skipa, eða allt að 200 tonnum.

mbl.is